„Við vorum strax með á hreinu hvernig hönnunin ætti að líta út”

0

Frá vinstri Paez Eric (ljósmyndari) DoubleX (áhrifavaldur) Guðjón Geir Geirsson (INKLAW) og Róbert Elmarsson (INKLAW)

Íslenska fatamerkið Inklaw er að droppa glænýrri fatalínu en hún inniheldur meðal annars gallabuxur! Drengirnir segja að frá stofnun merkisins hefur alltaf staðið til að hanna gallabuxur en það er heldur betur ekkert gengið að því hanna og framleiða slíka vöru.

Albumm fékk að vita allt um gallabuxurnar, hvaðan innblásturinn kemur og hvað er framundan svo sumt sé nefnt!


Ný lína er að lenda frá Íslenska fatamerkinu Inklaw sem inniheldur meðal annars gallabuxur. Hvernig kom það til að hanna gallabuxur og hvað er ferlið búið að taka langan tíma?

Það hefur alltaf verið efst í huga okkar frá stofnun merkisins að gera gallabuxur, en það er heldur betur ekkert gengið að því hanna og framleiða slíka vöru. Við höfum ferðast út um allan heim í leit að góðum framleiðanda til þess að fara út í verkefnið með okkur. Fyrir rúmu ári síðan kynntumst við manni með áratuga reynslu á þessu sviði og hefur hann séð um framleiðslu fyrir mörg gríðarlega stór og þekkt vörumerki sem er ekki síður mikilvægt því við vildum að sjálfsögðu að gæðin væru í jafn miklu aðal hlutverki eins og útlitið. Hönnunar og þróunarferlið tók okkur 6-7 mánuði en núna ári síðar fá vörurnar að líta dagsins ljós.

Er flókið að hanna gallabuxur og hafa íslenskar gallabuxur áður litið dagsins ljós?

Það er að vissu leiti nokkuð flókið að hanna vöru að slíku tagi. Við vorum strax frá upphafi með það á hreinu hvernig við vildum að hönnunin myndi líta út. En það tók talsvert langan tíma að fullkomna gott snið og góða efnablöndu sem gæti hent sem flestum. En við höfum frá fyrsta degi alltaf haft þægindi á vörunum okkar í miklu fyrirrúmi og það hefur svo sannarlega heppnast með buxurnar, þótt við segjum sjálfir frá.

Við vitum allavegana ekki til þess að annað íslenskt streetwear merki hafi gefið út gallabuxur áður. En viljum þá taka það fram að buxurnar eru ekki framleiddar hérlendis þrátt fyrir að vera hannaðar og gefnar út af íslensku vörumerki. En buxurnar eru framleiddar fyrir okkur í Istanbul, Tyrklandi.

Hvaðan sækið þið innblástur fyrir ykkar hönnun og hvar verður Inklaw eftir tíu ár?

Það er mjög misjafnt hvaðan innblásturinn kemur. Hugmyndin á bakvið hönnunina okkar snýst fyrst og fremst um þægindi og gæði. En við höfum alltaf dregið mikinn innblástur úr tónlistar heiminu, hvað er vinsælt að hverju sinni og setjum það í okkar útfærslu. Eftir tíu ár viljum við að INKLAW sé orðið rótgróið og virt vörumerki á heimsvísu innan tískuheimsins, það er og hefur alltaf verið stefnan.

Birtar hafa verið myndir af buxunum og er módelið próduser úr A$AP mob krúinu og ljósmyndarinn er visual director fyrir J.Balvin. Hvernig kom þetta alltsaman til?

Við kynntumst bæði módelinu og ljósmyndarnum í New York fyrir tveimur árum og höfum unnið náið með Michael ljósmyndaranum síðan þá. Okkur hefur alltaf langað til að fá Prynce til þess að sitja fyrir hjá okkur og fannst okkur tilvalið að nýta hann fyrir þessa töku. En hann er hluti af hinu heimsfræga A$AP krúi og ber þeirra lúkk og er maðurinn á bakvið Trap Anthem með A$AP Ferg og Migos ásamt fleiri góðum lögum. Það var enginn annar sem kom til greina heldur en Michael til þess að festa það á filmu en hann hefur einmitt séð um visuals fyrir J.Balvin sem er að gera það helvíti gott þessa dagana. Það var mjög forvitnilegt og skemmtilegt að fá strák frá Harlem til þess að klæðast streewear fatnaði uppá jökli. En flest allir sem koma erlendis frá og heimsækja þessa staði eru yfirleitt klæddir nokkrum lögum af hlýjum klæðnaði og góðri úlpu. Útkoman var líka vonum framar.

Hvenær fara buxurnar og línan í sölu og hvar verður hægt að nálgast herlegheitin?

Buxurnar eru komnar í forsölu inná vefversluninni okkar www.inklawclothing.com í tveimur litum í mjög takmörkuðu magni. Ef salan fer vel af stað munum við síðan bæta við nýjum lit. Þær buxur sem keyptar eru í forsölu verða þær fyrstu sem verða sendar út og afhentar. Að því loknu munum við bæta í lagerinn og þá verður bæði hægt að versla þær hjá okkur á vefversluninni eða á saumastofunni okkar í Kópavogi en eins og áður í mjög takmörkuðu magni.

Hvað er að gerast í nánustu framtíð og eitthvað að lokum?

Það er sem betur fer mikið í gangi núna og mörg járn í eldinum. En við vorum til dæmis í fyrsta skipti að kynna vörur okkar á heildsölu markaði bæði í New York og Las Vegas fyrr á árinu þar liggja tækifæri sem við vorum ekki tilbúnir fyrir áður en núna er kominn tími til að ráðast inná þann markað og fylgja því sterkt eftir!

Inklawclothing.com

Instagram

Skrifaðu ummæli