„VIÐ VILJUM ALVÖRU STEYPTAN HJÓLABRETTAGARÐ Á ÍSLANDI“

0

skatepark 2 (1)

Hjólabretti, BMX og Hlaupahjól eru orðin afar vinsæl á Íslandi og fjölmargir stunda þessa iðju ef svo má að orði komast. Oft hafa þessar íþróttir verið litin hornauga og margir haldið að aðeins lýður stundi þetta. Raunin er önnur það er allskonar fólk sem stundar þetta og á öllum aldri.

Aðstaðan til að stunda hjólabretti á íslandi hefur alltaf verið í lakara lagi og alls ekki mikið gert fyrir þennan hóp. Barist hefur verið fyrir bættri aðstöðu í Reykjavík svo árum skiptir en lítið sem ekkert gerst, því miður!

skatepark 3 (1)

Víðsvegar um borgina má sjá palla frá fyrirtækinu Rhino en raunin er sú að þessir pallar eru engan vegin að virka og eru aldrei keyptir inn í samráði við fólkið sem stundar þetta. Það er 2016 og er ekki löngu kominn tími á að taka nágrannalönd okkar til fyrirmyndar og byggja alvöru steyptan hjólabretta og BMX garð á Íslandi!

Nú er komin af stað undirskriftarlisti um að byggja eitt slíkt í Kórahverfi en staðsetningin skiptir ekki höfuðmáli, þetta snertir okkur öll sem stundum þetta og foreldra þeirra. Það væri hægt að skrifa margar blaðsíður um þetta málefni en við látum þetta duga í bili.

Smellið á linkinn hér fyrir neðan, kjósum og komum þessu í framkvæmd!

https://kosning.kopavogur.is/#/area-ballot/5

Comments are closed.