„VIÐ TÓKUM ÞETTA ALLA LEIГ

0

Tónlistarmaðurinn Breazy Daze eða Andri Jónsson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „What i do.” Andri er búsettur í Berlín en þar er hann í tónlistarnámi.

„Þetta  gerðist allt “real quick” Bryngeir var alltaf að biðja mig um að gera eitthvað vídeó við lag frá mér en mér fannst ég aldrei vera með neitt tilbúið. Þetta lag kom á einu kvöldi og við tókum þetta alla leið.“ – Andri Jónsson.

„What i do” er seiðandi og virkilega grípandi lag sem rennur afar ljúft inn í undirmeðvitundina! Myndbandið gefur af sér einstaklega gott væb og smell passar það laginu en Bryngeir Vattnes á heiðurinn af því!

Skrifaðu ummæli