„VIÐ ÞURFUM AÐ VERA FRJÁLS OG FÁ PLÁSS TIL AÐ ÞROSKAST”

0

Hljómsveitin Glowrvk var að senda frá sér glænýtt lag og texta myndband en það ber heitið  „Wildfire.” Þóra maría ljáir laginu rödd sína og er útkoman virkilega flott og skemmtileg!

„Wildfire, fjallar um að vera frjáls og þurfa pláss til að þroskast og vera maður sjálfur, en einnig að líða vel í eigin skinni og umkringja sig góðum vinum sem standa við bakið á manni sama hvað dynur á.“ – Glowrvk

Laginu má lýsa sem hressu electro poppi með þykkum bassalínum og grípandi synthum. Texta myndbandið er unnið af Motive sem sérhæfir sig í ýmiskonar grafík og kemur mjög skemmtilega út með laginu.

Spotify

Skrifaðu ummæli