VIÐ LIFUM Í DEYJANDI HEIMI

0

seint

Seint er fyrsti tónlistarmaðurinn með sína eigin stefnu en hún nefnist „Post Pop“ eða „Heimsendapopp.“ Þar er áherslan lögð á djúpan draumkenndan hljóm með þungum takti leitt áfram af melódískum söng.

seint-2

Seint var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið  „No Way Out“ og er lagið líkt og fyrri verk: Draumkennt, seiðandi og fljótandi.

„Við lifum í deyjandi heimi. Afhverju ætti ég að syngja um eitthvað annað en heimsendi? Það er bara eitthvað svo hræðilegt en fallegt á sama tíma. Er eitthvað dramatískara en það? Við bókstaflega lifum í þessari bíómynd kölluð lífið á jörðinni þar sem fólk elskar hvort annað en á sama tíma hatar hvort annað!

Þetta er einn stór skóli sem endar einn daginn hjá öllum. En „No Way Out“ samt sem áður er lag sem er tileinkað öllum þeim sem skapa list. Öllum þeim sem vita hvernig er að reita á sér hársvörðinn við að eltast við þessar hugmyndir sem við heyrum og sjáum fyrir okkur. Einungis til að koma þeim niður á það form sem talar mest til okkar. Þá í mínu tilviki tónlistin.“ Seint

„No Way Out“ grípur mann strax við fyrstu hlustun en hljóðheimur Seint er virkilega flottur og útpældur!

Skrifaðu ummæli