„Við erum þrusu flottar söngkonur” – Bergmál kemur fram á Grandi Mathöll

0

Comedy bandið Bergmál var stofnað í janúar 2014 og inniheldur hljómsveitin aðeins tvær dömur þær Elísu Hildi Þórðardóttur og Selmu Hafsteinsdóttur. Tónlistin er frumsamin og sérstaða þeirra er að blanda húmor saman við lagasmíðina með því markmiði að létta lund áhorfenda.

„Okkar tónlist er melodísk, grípandi og skemmtileg og til þess að vera svakalega „hógværar“ þá erum við þrusu flottar söngkonur. Hingað til höfum við vakið mikla athygli þar sem við höfum komið fram með einlægri sviðsframkomu, góðum bröndurum og fáranlega fyndni og flottri tónlist!“

Bergmál mun troða upp í Granda mathöll í kvöld fimmtudagskvöldið 20. sept kl. 20:00 og það er frítt inn! Búast má við fleiri skemmtilegum viðburðum í mathöllinni á næstunni og verða þeir kynntir sérstaklega á Facbook síðu mathallarinnar.

Grandimatholl.is

Skrifaðu ummæli