„Við eigum öll erfiða daga og góða daga”

0

Örn Smári Jónsson DayDream eins og hann notast oftast við var að senda frá sér lagið „Hatur og Ást.” Örn Smári er staðsettur á Akureyri en hann stundar nám í VMA en hann byrjaði að gefa út tónlist í sumar. „Hatur og Ást“ er hans fimmta lag en það fyrsta sem hann sendir frá sér á  íslensku.

Lagið snýst um hvernig fjölskyldan mín hefur alltaf verið þarna fyrir mig, alveg sama hvað. Hvernig ég hef gengið í gegnum erfið tímabil eins og svo margir aðrir, við eigum öll erfiða daga og góða daga. – Örn Smári Jónsson.

Nóg er um að vera hjá kappanum en hann fer með stórt hlutverk í leikritinu „Kabarett“ sem Leikfélag Akureyrar er að sýna um þessar mundir. Ekki hika við að skella á play og njóta flæðandi og þægilegra tóna!

DayDream á Instagram

Skrifaðu ummæli