VIÐ ÆTLUM AÐ MEIKAÐA FEITT!

0

Shades Of Reykjavík er ein afkastamesta hljómsveit landsins en í dag sendir hún frá sér breiðskífuna Rós. Strákarnir í SOR eru með hjartað á réttum stað og óhætt er að segja að þarna eru miklir listamenn á ferð. Umrædd plata er tekin upp á Íslandi og í bandaríkjunum og að sögn Arnars Guðna meðlim sveitarinnar er hún með þessu klassíska Shades soundi, sem er spikfeitt!

Albumm.is náði tali af Arnari Guðna eða Prins Puffin eins og hann er iðulega kallaður og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum um nýju plötuna!

Er platan búin að vera lengi í vinnslu og er hún eitthvað frábrugðin fyrri verkum?

Platan er búin að vera að malla i ofninum i sirka fjóra mánuði en það eru nokkur collab á plötunni og við erum mega sáttir! Platan er mjög mikið útum allt en það má segja að það sé eitthvað fyrir alla á þessari plötu, hvort sem þú fílar new school hiphop eða bumbep. Ég myndi segja að hún sé gerð á skemmtilegu tímabili hjá okkur en platan er með þessu klassíska shades soundi.

Hvar er platan tekin upp og áttu þér uppáhalds lag á plötunni?

Platan var tekin upp á íslandi í shades stúdíóinu og í bandaríkjunum en uppáhalds lagið mitt á plötunni er kiss kiss bang bang.

Hver er munurinn á að taka upp plötu í dag og þegar þið voruð að byrja?

Munurinn er sá að við erum búnir að gera þetta áður og reynslan skín smá í gegn.

Verður ekki 2017 ár Shades Of Reykjavík og eitthvað að lokum?

2017 er stærsta ár SOR og við erum með margt skemmtilegt í gangi, við ætlum að meikaða!

Sveitin kemur fram í Norðurljósasal Hörpu á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld og fagnar hún plötunni um leið! Herlegheitin byrja stundvíslega kl 21:00, ekki missa af því!

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna Rós í heild sinni.

 

Skrifaðu ummæli