VICKY MEÐ NÝJAN ROKKSLAGARA

0

Hljómsveitin Vicky gefur í dag út splunkunýtt lag sem er það fyrsta síðan platan þeirra Cast a Light kom út árið 2011. Hljómsveitin vakti á sínum tíma mikla athygli hérlendis og á erlendri grundu. Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og fyrsta smáskífan af þeirri plötu, Blizzard var mikið spiluð í útvarpi og dvaldi lengi í toppsæti vinsældarlista. Í kjölfarið fór sveitin í tónleikaferðalög m.a til Kína og Bandaríkjana. Árið 2011 kom svo önnur platan Vicky út, Cast a Light, sú plata fékk virkilega góða dóma og var t.d á lista The Rolling Stone Magazine yfir bestu „under the radar“ plötum það árið.

Platan fékk einnig góðar viðtökur hér á landi. Lagið Feel Good dvaldi margar vikur á toppi vinsældalista X-977 og hlaut góða spilun á flestum öðrum útvarpsstöðum. Nýja lagið, Run from Me, er poppaður rokkslagari sem sýnir að bandið hefur engu gleymt og stefnir á útgáfu þriðju breiðskífunnar með vormánuðum 2018. Lagið er tekið upp í stúdíó Hljóðverk og sá Einar Vilberg um upptöku og eftirvinnslu.

Vicky skipa Eygló Scheving, Karlotta Laufey Halldórsdóttir, Ástrós Jónsdóttir, Baldvin Freyr Þorsteinsson og Orri Guðmundsson.

Skrifaðu ummæli