VICELAND OG RÍKISSJÓNVARP PÓLLANDS KYNNIR ÍSLENSKA TÓNLIST OG MENNINGU Á KEX HOSTEL 25. JÚNÍ

0

kexland

VICE Magazine sjónvarpstöðin Viceland í samstarfi við TVP2 (Ríkissjónvarp Póllands) kynna með stolti tónleika VÖK og EinarIndra á KEX Hostel á morgun, laugardaginn 25. júní. Sjónvarpsstöðvarnar eru hér á landi í þeim tilgangi að taka upp nýjan ferða- og menningarþátt sem kynnir íslenska menningu og sér í lagi tónlist.

Dagskrárgerðarstjóri uppgötvaði hljómsveitina VÖK í gegnum myndband sem tekið var upp af KEXP á KEX Hostel og fannst þeim eina rétta í stöðunni að sveitin myndi spila fyrir sig á KEX.

vök

VÖK vinna hörðum höndum að sinni fyrstu breiðskífu og mun hún líta dagsins ljós innan skamms.   Þau hafa verið iðin við tónleikahald á erlendri grundu og spiluðu fyrir skömmu á KEX fyrir framan troðfullt hús.

indra (2)

EinarIndra sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, Stories, á vegum Möller Records og hefur hún hlotið verðskuldaða athygli.  Hið virta tónlistarrit Indie Shuffle fór fögrum orðum um Einar og líkti smáskífunni „Sometimes I’m Wrong” við írska tónlistarmanninn James Vincent McMorrow sem sendi fyrir nokkrum árum hina frábæru skífu Post Tropical.

Tónleikar VÖK og EinarIndra hefjast klukkan 19:30 og er frítt inn.

Comments are closed.