VIBES Í ÚTRÁS TIL BERLÍNAR

0

vibes-2

Meðlimir í Vibes eru að fara að halda sitt fyrsta Vibes kvöld í Berlín, föstudaginn 3. feb. Þar munu fjórir af sex meðlimum Vibes koma fram ásamt einum local Dj Tom E. Þeir Ezeo, Krbear, Friðgeir & Máni sjá um fyrsta kvöldið á Beate Uwe. Staðurinn er þekktur fyrir að halda þétt partý en hann tekur aðeins 180 manns og fyllist því mjög hratt, en á sunnudögum eru svokölluð slow partý þar sem fólk liggur eða situr á gólfinu en þar er slatti af púðum og teppum. Á meðan spila plötusnúðar experimental tónlist sem tekur þig á ferðalag!

vibes-3

Vibes er Dj Collective sem var stofnað árið 2014 af fimm efnilegum plötusnúðum þeim Ezeo, Friðgeir, KES, KrBear og Masi sem áttu það sameiginlegt að hafa gaman af því að spila, skapa jákvæða strauma og halda góð partý. Stuttu síðar byrjuðu þeir með live set útvarpsþátt á Xtra undir sama nafni, hann er í loftinu alla föstudaga milli kl: 17:00 og 19:00 en hægt er að hlusta á hann á www.spilarinn.is.

Árið 2015 byrjuðu Vibes menn með ViBES Takeover helgar á skemmtistaðnum Kofanum. Þar skiptust þeir á dögum og plöntuðu fræjum í næturlíf Íslendinga með sinni stefnu og tónlist sem þeir hlusta á. Eins og með allt nýtt þá byrjar allt smátt og byggist svo upp! Kapparnir spila mest af Deep House / Deep Tech House / Tech House / Jackin House / Minimal / Disco & Funk.

vibes

Árið 2016 var gott ár fyrir Vibes, þeir spiluði á viðburðum og skemmtistöðum bæjarins og náðu þar með að skapa sér sess í Íslenskri danstónlist. Tveir Vibes meðlimir, þeir Ezeo og KrBear gáfu einnig út sitt fyrsta lag síðasta sumar. Krbear er meðal annars að spila í kjallaranum á sónar reykjavík í febrúar, ekki missa af því! Fleiri lög eru í ofninum sem samvinnuverkefni og einstaklingsverkefni frá Vibes meðlimum, nokkur þeirra koma út fyrir sumarið. Máni gékk til liðs við Vibes og hefur hann heldur betur sýnt kraft sinn með góðum kvöldum á Paloma og með frumsaminni raftónlist.

Skrifaðu ummæli