VIBES TRYLLIR LÝÐINN Á PLAOMA Í KVÖLD

0

Í kvöld laugardag mun útvarpsþátturinn Vibes halda eitt af sínum alræmdu klúbbakvöldum á Paloma. Hvert kvöld hefur slegið rækilega í gegn þar sem frábær stemmning og þéttur dans ræður ríkjum.

Vibes samanstendur af sex plötusnúðum, þeim KES, KrBear, Masa, Mána, Friðgeir og Ezeo og hafa þeir lagt mark sitt á danssenu Reykjavíkur og víðar síðustu tvö ár. Síðastliðinn febrúar héldu Vibes sitt fyrsta kvöld í Berlín við frábærar undirtektir og er því kvöldi fylgt eftir með þessu kvöldi á Paloma næsta laugardag.

Endilega stillið inná FmXtra á föstudögum milli kl 17:00 og 19:00 þar sem Vibes spilar allt það ferskasta í bland við gamalt og gott úr house senunni.

Herlegheitin fara á efri hæð Paloma í kvöld og byrjar á slaginu kl 22:00 og stendur til lokunar. Það kostar litlar 1.000 kr inn og frír bjór fylgir miðanum. Einnig verður ,,Late night Happy Hour,” allir drykkir á 50% afslætti.

Því er um að gera að mæta snemma og dilla sér með drykk.

Skrifaðu ummæli