VIBES GERA ALLT BRJÁLAÐ Á PALOMA Í KVÖLD OG EZEO & KRBEAR SENDA FRÁ SÉR NÝTT LAG

0

ezeo & krbear

Í kvöld Laugardag 3. september verður heldur betur slegið til veislu á efri hæðPaloma þar sem fagnað verður eins árs afmæli útvarpsþáttarins VIBES.

Þátturinn samanstendur af fimm plötusnúðum sem koma saman alla föstudaga frá kl.17 til 19 og spila tveggja tíma sett með því nýjasta í bland við gamalt úr heimi hús og techno tónlistar sem einkennist af rosalega góðum og jákvæðum straumum. Allt fer þetta fram á útvarpstöðinni FM Xtra 101,5.

vibes

„Þetta kvöld munum við spila okkar bestu tóna frá stofnun þáttarins og getum við lofað þéttum djúpum pakka í góðri stemmingu sem enginn ætti að láta fram hjá sé fara. Í leiðinni er þetta einnig kveðjupartý fyrir þá Erling(Ezeo) og Jón Friðgeir(Friðgeir) því þeir leggja land undir fót á næstu vikum til Berlínar í tónlistarnám. En þetta allt fer hinsvegar fram í hágæða Funktion One hljóðkerfi semPaloma hefur upp á að bjóða og það er frítt inn.“ – VIBES

Einnig var að koma út lagið „Might Forget“ og var það sett saman yfir eina helgi þar sem meðlimir ViBES þeir Ezeo & KrBear settu upp og „sömpluðu“ úr gömlu hip hop lagi. Vocall lagsins kemur úr rómantískum ljóðalestri frá engri annari en Madonnu og er útkoman djúpt og sexy house lag sem á eflaust eftir að koma mörgum í dansgírinn.

Lagið er nýkomið úr masteringu frá Serbíu og hægt að segja að útkoman er ansi þétt.

 

Hægt er að fylgjast nánar með Vibes hér:

https://soundcloud.com/dj-ezeo

https://soundcloud.com/krbear

https://soundcloud.com/t-mas-rsson

https://soundcloud.com/kesofficial

https://soundcloud.com/fridgeir

https://www.facebook.com/ViBESBringsTheTribes

https://www.mixcloud.com/GREATViBES/

https://www.instagram.com/WebringtheViBES/

Comments are closed.