„Vetements varð til tveim tímum fyrir gigg”

0

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Þorri frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „VETEMENTS.” Þorri vakti verðskuldaða athygli með lögunum „Tala Ekki Við” og „Gotti” en margt er á döfinni hjá þessu hæfileikaríka kappa! Þorri ætlaði ekki að verða rappari en hann byrjaði að gera takta fyrir um 2 – 3 árum síðan, litli bróðir hans tók við taktagerðinni og Þorri greip mækinn!

Albumm.is náði tali af Þorra of svaraði hann nokkrum spurningum um lagið, innblásturinn og framhaldið svo sumt sé nefnt.   


Hvenær byrjaðir þú að grúska í tónlist og hefur rappið alltaf heillað þig?

Ég byrjaði að gera takta fyrir 2-3 árum síðan en ég ætlaði alltaf að verða pródúser. Síðan fór litli bróðir minn að stelast í tölvuna mína og þá kom í ljós að hann var miklu betri en ég að gera takta þannig ég fór þá bara að rappa yfir taktana í staðin. Núna í dag gerir hann alla taktana mína og kallar sig Wonayd.

Hvaðan sækir þú innblástur og hver er að þínu mati besti rapparinn í dag?

Það er rosalega misjafnt. Það fer mikið eftir því hvernig tónlist ég er að hlusta á á því tímabili sem ég er að semja. Besti íslenski rapparinn er Herra Hnetusmjör án efa og verður held ég alltaf. Besti erlendi veit ég ekki. Einmitt núna get ég ekki hætt að hlusta á Gunna en hann er langt frá því að vera besti rapparinn. En geggjaður tónlistarmaður!

Þú vasrt að senda frá þér lagið „Vetements” er það búið að vera lengi í vinnslu og hvernig vinnur þú lögin þín?

Vetements varð til á 2 tímum fyrir gigg. Ég var í stúdíóinu með Óðni (Wonayd) og við vorum að renna yfir gömul demó. Við fundum demó með viðlaginu sem er í Vetements og notuðum það yfir takt sem Óðinn henti í á staðnum. Síðan skrifaði ég meira og minna bæði versin fyrir utan nokkrar línur sem ég átti í notes og nokkrar sem ég hafði prufað yfir önnur lög. Síðan tókum við lagið á gigginu og vorum nokkuð vissir um að við værum að fara að gefa þetta lag út hvort sem það væri með myndbandi eða bara á plötunni. Þetta var fyrir svona 3 – 4 mánuðum síðan. Annars er mjög misjafnt hvernig ég vinn lögin mín. Stundum gerast hlutirnir svona á 2-3 tímum en stundum tekur nokkra mánuði að klára lögin. Mjög misjafnt.

Ef þú mættir velja einn tónlistarmann til að fara á djammið með hver yrði fyrir valinu?

Mason Ramsey eftir nokkur ár og Joe Frazier kæmi með, no cap!

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Plata í nóvember og mögulega annað myndband á leiðinni.

Hér fyrir neðan má finna lögin „Tala Ekki Við” og „Gotti.”

Instagram

Skrifaðu ummæli