VERTU KLÁR FYRIR SUMARIÐ

0

 

námrett

Hjólabrettanámskeið fyrir 10 ára og yngri hefur göngu sína 21. Mars 2015 í skateparkinu í Hafnarfirði.

Kennt verður fjóra Laugardaga frá kl 10:00 til 12:00 og kostar námskeiðið aðeins 10.000 kr. fyrir öll fjögur skiptin. Innifalið í verði er matur og drykkur.

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. Setja saman bretti, ýta sér, hvernig á að standa, Ollie svo fátt sé nefnt.

Fyrir þau sem eru örlýtið lengra komin verður farið í ögn flóknari hluti eins og Kickflip, Shovit og jafnvel 360 flip.

Kennarar námskeiðsins eru Steinar Fjeldsted en hann hefur um 25 ára reynslu af hjólabrettaiðkun og unnið til fjölda verðlauna á þeim vettvangi. Einnig verður Daniil Moroskin honum Steina til halds og trausts en hann er einn efnilegasti hjólabrettakappinn af yngri kynslóðinni.

Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi á.

Skemmtilegt námskeið fyrir bæði stráka og stelpur sem vilja ná betri tökum á hjólabretti.

Skráning er hafin inn á síðu www.brettafelag.is, Mohawks Kringlunni eða í síma 6129150.

Vertu klár fyrir sumarið, komdu og skemmtu þér með okkur!

Comments are closed.