„VELKOMIN Í GHETTÓIГ

0

dyri-3

Dýri, Sigurður (€uði) og Dritro (Young Bunny) voru að senda frá sér ansi töff og skemmtilegt lag og myndband sem ber heitið „Velkomin í Ghettóið.“ Strákarnir eru allir í Vídeónefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti og hafa þeir lengi dreymt um að semja lag.

„Við í vídeónefndinni í FB höfðum alltaf ætlað að búa til lag og ætluðum að reyna styrkja félagslífið í skólanum, þannig að við ákváðum fyrst að það var að koma ghettóvika og ghettóball í skólanum að búa til lag. Af því að við erum í vídeónefnd þá var létt fyrir okkur að henda í eitt myndband við lagið.“ –  Dýri

Dýri tók þátt í Rímnaflæði og lenti í þriðja sæti.

Hugmyndin var borin undir formenn vídeónefndarinnar, þá Anton Karl Kristensen og Ásgeir Sigurðsson og tóku þeir herlegheitunum vel! Starri úr hljómsveitinni Landboys var fenginn til að útsetja taktinn og lagið, sem tókst afar vel!

„Ég er fæddur og uppalinn í Breiðholti og er ný orðinn 17 ára. Ég Byrjaði að leika mér að rappi þegar ég var lítill og rappaði mikið með íslenskum lögum. Ég tók þátt í Rímnaflæði og lenti í þriðja sæti. Ég er mikið í því að skrifa texta og hef gaman af því að rappa og vona að þetta verði ekki bara áhugamál hjá mér heldur lífstíll.“ – Dýri.

Hækkið í græjunum gott fólk því þetta er banger!

Comments are closed.