VEL HEPPNAÐIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR OG NÝTT TÓNLISTARMYNDBAND

0

myndfrahafsteini4

Hljómsveitin Omotrack hélt útgáfutónleika í Gaflaraleikhúsinu 27. nóvember í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar Mono & Bright.

„Tónleikarnir heppnuðust gríðarlega vel og erum við enn í skýjunum, það var mikið lagt í þessa tónleika en stemningin var mögnuð.” – Markús

Það eru margir boltar á lofti hjá hljómsveitinni, en þeir voru einnig að gefa frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið þeirra „Close.”

„Árni Beinteinn sá um upptökur og klippingu. Hann náði að útfæra hugmyndir okkar á mjög skemmtilegan hátt. Við vorum einhvern veginn á sömu blaðsíðu frá upphafi og var vægast sagt frábært að vinna með honum. Hann er virkilega hæfileikaríkur.” – Markús

Plötuna Mono & Bright er hægt að nálgast á Tónlist.is, Itunes og Spotify.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir frá útgáfutónleikunum.

myndfrahafsteini1

myndfrahafsteini2

myndfrahafsteini3

myndfrahafsteini5

myndfrapalla2

myndfrapalla3

Skrifaðu ummæli