VEISLA FYRIR AUGU OG EYRU ÞAR SEM ÁHORFANDINN ER HRIFINN INN Í DJÚPIÐ

0

SEINT, Mighty Bear,Skaði Þórðardóttir og KRÍA munu koma fram á tónleikum þann 6. október á Gauknum. Þau öll hafa verið iðin við tónleikahald og útgáfu síðustu misseri. Það má með sanni segja að þau séu rísandi undiralda í hinni Íslensku tónlistarsenu og listafólk sem vert er að fylgjast með.

Tónleikar með þeim eru jafnt veisla fyrir augu og eyru þar sem áhorfandinn er hrifin inn í djúpið, glimmerið, myrkrið, glamúrinn, óskilgetna hugaróra og taumlausan dans.

Frítt er inn á tónleikana. Facebook viðburðinn má sjá hér.

Skrifaðu ummæli