Veggir graffaðir, grill og eðal tónar – Hús Jaðars tekur á sig mynd

0

Á laugardaginn sem leið var blásið til allsherjar graffiti veislu í Dugguvogi 8 þar sem Íþróttahús Jaðars opnaði nýlega starfsemi sína! Helstu graffiti listamenn landsins frá níunda áratugnum komu saman og skreyttu veggi hússins og mátti sjá gleði skína úr hverju andliti!

Einnig voru gerð nokkur verk til heiðurs Breka Johnsen, betur þekktur sem listamaðurinn Starz en hann lést langt um aldur fram fyrir rúmlega mánuði síðan. Boðið var uppá grill og eðal tóna en Intr0beatz og Charlie D sáu um að þeyta skífum!

Ljósmyndarinn Ómar Sverrisson kíkti á herlegheitin og tók hann þessar frábæru ljósmyndir!

Skrifaðu ummæli