VÉDÍS HERVÖR SENDIR FRÁ SÉR NÝTT TÓNLISTARMYNDBAND

0

v_d_s_1_p

Tónlistarkonan Védís Hervör sendir frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið „Grace.“ Myndbandið er sýnt í fyrsta skipti hér á Albumm.is.

„Lagið Fjallar um hringrás lífsins og þá náð að elska og vera elskuð. Myndbandið er óður til lífsgjafarinnar og loforð um að umfaðma dýrð þeirra sem taka við þegar þessu er lokið – allt á einn veginn endar.” – Védís

vvv 1

Védís fékk kvikmyndagerðakonuna Dögg Móses til að vinna myndbandið.

„Dögg náði að fanga kjarna lagsins ofboðslega vel.“ – Védís

En þær reka jafnframt saman Freyju Filmwork framleiðslufyrirtæki ásamt Tinnu Hrafnsdóttur og Þóreyju Mjallhvíti H.Ómarsdóttur.

,,Ég vildi prófa að fara nýjar leiðir og sleppa hefðbundnum varahreyfingum við textann og búa til myndband meira eins og ,,collage” eða grafískt verk. Ég nota myndbönd yfirleitt til að gera tilraunir og Védís var svo góð að leyfa mér að leika mér í tæpa þrjá mánuði við að eftirvinna myndbandið sem var mjög lærdómsríkt ferli. Ég rakst á sögu Hervarar, ömmu Védísar, fyrir nokkru sem er heyrnalaus og sá þar nýja hlið á Védísi en ég vissi ekki að það væri hefð fyrir táknmáli í hennar fjölskyldu. Umfjöllunarefni lagsins er þannið að mér fannst viðeigandi að hún túlkaði lagið frekar með höndunum en varahreyfingum eins og venjan er. Það má segja að Védís hafi búið til sitt eigið táknmál fyrir lagið þar sem þetta er ekki hefðbundið táknmál.” – Dögg Móses

13318899_10153785851977632_1113849491_n

Védís Hervör hefur komið víða við á ferlinum. Hún sleit barnsskónum í söngleikjum á sviðum Verzló, Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins. Einnig var hún ein söngkvenna Bang Gang og hefur gefið út tvær sólóplötur, In the Caste og A Beautiful Life – Recovery Project. Védís er ötull talsmaður kvenna í tónlist og ein stofnenda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist. Védís dvaldi og lærði upptökustjórn og hljóðblöndun í London og hefur samið fyrir Fjölda annarra tónlistarmanna í lagahöfundateymum erlendis sem og hér heima.

vvv2

Védís gaf út lagið „White Picket Fence“ árið 2013 sem fékk frábærar móttökur á öldum ljósvakans og fylgdi hún því eftir á Airwaves hátíðinni 2013. En eitthvað þráði hún akademíuna á ný og urðu því tafir á heilli plötu.

,,Ég er mannfræðingur í grunninn og skellti mér í alþjóðlegt MBA nám í rekstri og stjórnun og það hefur algjörlega sameinað alla reynslu mína undir einn hatt. En að því sögðu þá skil ég alltaf betur að ég verð víst ekkert yngri með tímanum og músíkin slær í takt við hjartað. Ég þarf að dúndra þessu út enda engin smá hjartans mál sem safnast upp á nokkrum árum!” segir Védís og hlær

„Grace“ er samið af Védísi Hervöru og Þórhalli Bergmann. Lagið er unnið hjá upptökustjóranum góðkunna, Stefáni Erni Gunnlaugssyni, betur þekktum sem Íkorna.

https://twitter.com/vedishervor

Comments are closed.