VARÐ TIL Í MIKLUM LEIK

0

Tónlistarkonan Alvia var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt mixtape sem ber heitið Elegant Hoe. Alvia sló rækilega í gegn með plötunni Bubblegum Bitch sem kom út á seinasta ári en Alvia segir að nýja platan sé  framhaldsvibe af henni en samt mjög öðruvísi.

Albumm.is náði tali af Alviu og svaraði hún nokkrum skemmtilegum spurningum.


Er mixteipið Elegant Hoe búið að vera lengi í vinnslu og er það frábrugðið Bubblegum Bitch?

Þetta er hristingur sem inniheldur fjögur mismunandi pródúsera (Hermann, HighLVL, Marteinn og Russian.girls). Lög sem ég hef verið að taka upp frá því ég gaf út Bubblegum Bitch og svona framhaldsvibe af því samt mjög öðruvísi. Á Bubblegum Bitch voru sex lög en á Elegant Hoe Milkshake eru níu lög sem verða öll fáanleg á Gumgumclan.com en koma líka á spotify og þær veitur á næstu dögum. Platan að þessu sinni kemur ekki út á CD heldur Milkshake sem er custom made af mér og Demoner. Limeted edition 30 stk!

Hvaðan færðu innblástur fyrir þína tónlistarsköpun og hvernig verða lögin til?

Mikið af þessu mixi varð til á ferð og flugi og í miklum leik, í fullt af mismunandi stúdíóum. Hvað textana varðar er það mitt mindplay og innblásið af Sallyvinafélaginu.

Hvað er það sem gerir lag að góðu lagi og hvað er það við tónlist sem heillar þig?

Ég fíla lag sem er með góðan tísandi bassa og laglínur sem eru seiðandi og dreamy. Mér finnst lag insane þegar það hefur eitthvað raw og orginal við sig en er banger sem virkar líka laid back og er þétt en ekki áreiti. Ég er að reyna að taka þetta inn í sköpunarferlið og finnst prodúcerunum hafa tekist þetta fo shoe!

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana og hvaða plötu getur þú hlustað á endalaust og afhverju?

Ég er bara búin að vera hlusta á þetta shiii hahha! Setja saman og pæla og svo er ég búin að vera að fylgjast vel með íslenskri tónlist og hlusta eiginlega mest á það milli þess sem ég hlusta á gömul dj set.

Á að fylgja mixteipinu eftir með spilamennsku og eitthvað að lokum?

Það er allavega nóg af tónleikum framundan. Er að spila á morgun föstudag á paloma, laugardaginn á Kexinu á Rappport svo er Secret Solstice framundan og er ég að hita upp fyrir YoungThug og svo er margt fleira sem er ennþá on the low framundan. Einnig kemur út fyrsta lagið með Völu Crunk í kvöld Bad Boys Bitches Blaze og verður einnig hægt að nálgast það inn á heimasíðunni minni. Vala Crunk er main hype cat og komin tími á hennar eigin lag sem er algjör sumarsósa! Planið er svo bara að halda áfram að njóta, skapa, spila og hafa gaman. Meow!

http://gumgumclan.com/

Skrifaðu ummæli