VAR LÆTUR Á SÉR KRÆLA Í JAPAN

0

Hljómsveitin VAR hefur í nógu að snúast þessa dagana en sveitin gaf á dögunum út plötu á vegum Rimeout Recordings í Japan. Platan kom út í Desember síðastliðnum þar í landi en um er að ræða svokallað „special edition“ sem inniheldur endurhljóðblandaða útgáfu af fyrstu plötu VAR, ep plötuna Kafbátur sem og fjögur glæný lög sem voru hljóðrituð sérstaklega fyrir þessa útgáfu.

Sveitin ákvað að henda í smá útgáfutónleika í kvöld á skemmtistaðnum Húrra en platan kemur einmitt út í dag á Spotify, iTunes og Bandcamp síðu sveitarinnar.

Ljúflingurinn Mighty Bear mun sjá um upphitun og það verður bjór í boði fyrir þá fyrstu, svo það er um að gera að mæta snemma!

Aðgangseyri er haldið í lágmarki en það kostar 1.000 kr inn. Hurðin opnar kl 20:00 en tónleikarnir hefjast kl 21:00

Í tilefni tónleikanna voru send örfá eintök af plötunni frá Japan fyrir þá sem hafa áhuga á að versla sér eintak og verða þau til sölu eftir tónleikana.

Hér fyrir neðan má versla og hlýða á plötuna í heild sinni.

 

Skrifaðu ummæli