Var brottnuminn af geimverum – lesið á milli línanna

0

Tónlistarmaðurinn Swan Swan H sendi fyrir skömmu frá sér lagið „High and low sem er tekið af plötunni U.F.O. Lagið er eitt af fáum á plötunni sem styðja sig við fleirri hljóðfæri en bara syntha og hljómborð, en hér kemur gítar frá Björgvin Atla Snorrasyni sterkur inn og átti lagið upprunalega að vera partur af samstarfsverkefni við kappann, áður en Svanur var brottnuminn af geimverum!

Helgi Ás Helgason spilar á bassa en hann dregur mikið “slide“ beint úr orkunni sem Svanur er að channela frá hinum ýmsu verum bæði “extra terrestrial“ og “extra dimentional“

„Textinn í laginu summar á mjög einfaldann hátt alla plötuna og öll hin lögin á plötunni með mjög einföldum skilaboðum, en ef lesið er á “milli“ línanna þá fjallar lagið einmitt um að komast á þann stað, þarna ‘á milli.“ Swan Swan H.

Lagið eins og öll hin á plötunni er samið mixað, performað og masterað af Swan Swan H.

Skrifaðu ummæli