„Var alltaf inn í herbergi að búa til tónlist til að koma mér á toppinn”

0

Kristján Nói Benjamínsson eða einfaldlega Kristjan, var að senda frá sér lagið, „Move On.“ Kristján byrjaði ungur að semja tónlist en hann var aðeins 5 ára þegar hann tók upp gítarinn og þá fór allt í gang. Kristján segir að að hann hugsar rosalega mikið um hlutina sem eru að gerast í kringum sig, þannig að lögin hans hafa verið frekar djúp og döpur.

Þegar Kristján náði 12 ára aldri settist hann fyrir framan tölvuna og fór að semja tónlist, þá var hann búsettur í Washington DC. Þar hlustaði hann mikið á Eminem, 50 cent og var alltaf að skrifa texta heima og í skólanum en margir dagar og nætur fóru í það hjá honum að læra að skrifa lög og framleiða taktinn.

„Eftir 2 ár þá var ég búinn að vera gera þetta í smá tíma og ég byrjaði að senda lög á vini mína á Íslandi. þeir byrjuðu að fíla löginn og spila þau í partíum og svoleiðis. Þegar ég kom heim til íslands á sumrin þá voru strákarnir í fótboltanum oft að hlusta á tónlistina mína en ég var svolítið feiminn þá þannig mér fannst það skrítið haha.“

Sumarið 2016 flutti Kristján aftur til íslands og byrjaði strax að læra inn á „íslenska tónlist.“ Hann byrjaði að semja lög á íslensku en áður samdi hann einungis á ensku. Kristján kláraði MH á tveimur árum þar sem hann eyddi nánast 90% af tímanum í skólanum í að semja tónlist og voru heyrnartólin og tölvan alltaf til staðar.

„Ég er mikill aðdáandi að íslenskri tónlist og hef alltaf verið það. Mig langaði svo mikið að vera upp á sviði og spila þannig ég var bara alltaf inn í herbergi einn að búa til tónlist til þess að koma mér upp á toppinn í þessum leik.“

Fyrsta lagið sem Kristján sendi frá sér heitir „Gleymum,“ og samdi hann það með vini sínum Kristófer Liljar. Svo strax á eftir sendi hann frá sér lagið „Move On“ en viðlagið við lagið var tekið upp í bíl með vini hans Óla Hauk og segir Kristján, „Ef að maður er ekki með stað til þess að taka upp þá skellir maður sér bara á rúntinn með mic og tölvu.“

Efitr að Kristján sendi frá sér lagið Gleymum, þá hafði tónlistarmaðurinn Chase samband við kappann og eru þeir komnir með nokkur lög sem þeir ætla að gefa út.

„Ég er 18 ára, ný fluttur til London og er að vinna fullt í tónlist. Ég er að stefna á það að gefa út fullt af nýjum lögum í vetur og svo plötu árið 2019. Öll löginn sem ég bý til eru öðruvísi og er ég ekki að binda mig við einhverja tegund af tónlist. Er opinn fyrir öllu.“

Í lokinn segir Kristján að maður verður að hafa trú á sjálfan sig og það sem maður er að gera sama hvað fólk segir. þýðir ekkert alltaf að hlusta á skoðanir hjá öðru fólki.

Spotify

Skrifaðu ummæli