VANN PLÖTUNA MEÐ GOÐSAGNAKENNDA UPPTÖKUSTJÓRANUM STEVE ALBINI

0

Ljósmynd: Salar Kheridpejouh.

Hinn ástsæli tónlistarmaður Ben Frost sendir í dag frá sér nýja plötu, The Centre Cannot Hold. The Centre Cannot Hold kemur út á Íslandi á vegum Bedroom Community og á heimsvísu á vegum Mute. Þetta er fimmta breiðskífa Ben, en hann vann hana með hinum goðsagnakennda upptökustjóra Steve Albini.

Rúm þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu breiðskífu – A U R O R A, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda og endaði á fjölmörgum topplistum það ár svo eftirvæntingin fyrir næstu plötu hefur verið mikil.

Ben sendi frá sér stuttskífuna „Threshold Of Faith” í síðasta mánuði, sjö lög rafrænt og á vinyl sem má nálgast hér. Myndband við lagið „Threshold of Faith” – sem einnig er fyrsta lag af The Centre Cannot Hold en Það var unnið í Reykjavík á síðasta ári af þeim Richard Mosse og Trevor Tweeten sem Ben hefur áður unnið með, til að mynda að verkinu The Enclave sem Íslendingar gætu munað eftir úr Listasafni Reykjavíkur.

Í síðustu viku gafst aðdáendum færi á að hlýða á forsmekk í formi lagsins Ionia, sem nú hefur verið endurunnið (e.remix) af tónlistarmanninum Jlin. Hægt er að hlýða á lagið hér. Hægt er að nálgast plötuna rafrænt, á geisladisk og vinyl hér.

Ben, sem er búsettur í Reykjavík, er á faraldsfæti næstu vikurnar – tónleikaferðalag hans má sjá hér.

Bedroomcommunity.net

Instagram

Skrifaðu ummæli