VANN MEÐ TEYMINU HANS KENDRICK LAMAR

0

Ljósmynd: Juliette Rowland.

 

Red Bull Music Academy (RBMA) var stofnuð árið 1998 með það markmið að örva sköpunargáfu og styðja upprennandi listamenn hvaðanæva.

„Tækifærin sem felast í tónlistarakademíu Red Bull, RBMA eru „eiginlega fáránleg.“ – Auður

Þátttakendur sækja tveggja vikna námskeið þar sem þeir fá tækifæri til að sitja fyrirlestra og vinna með reyndum tónlistarmönnum, pródusentum og upptökustjórum í hágæða hljóðverum.

Ljósmynd: Juliette Rowland.

Tónlistarmaðurinn Auður, skrapp til Montréal síðasta haust og bættist þar með í hóp virtra tónlistarmanna sem hafa útskrifast úr RBMA. Hann er ekki síst ánægður með að hafa unnið með teyminu bak við síðustu plötu Kendrick Lamar.

Auður svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum!

Fullt nafn?

Auðunn Lúthersson

Hvað gerir þú?

Ég er tónlistarmaður.

Hvað er RBMA fyrir þér?

RBMA er frábær vettvangur til þess kynnast ótrúlega hæfileikaríkum listamönnum við kjöraðstæður.

Ljósmynd: Juliette Rowland.

Hvernig heyrðir þú af RBMA?

Ég hafði skoðað fyrirlestra sem RBMA er með á netinu. Ég þekkti líka marga listamenn sem hafa tekið þátt og lít upp til þeirra.

Hvernig gekk umsóknarferlið fyrir sig?

Ég skilaði inn geisladisk bæði með tilbúnu efni og hugmyndum sem voru í vinnslu.

Hvernig hefur RBMA reynst þér?

Stórkostlega. Ég lærði virkilega mikið og er enn að vinna með fólkinu sem ég kynntist þar.

Ljósmynd: Juliette Rowland.

Afhverju ætti maður að sækja um?

Maður fær tækifæri til þess að vinna með ótrúlegum listamönnum, það er eiginlega bara fáránlegt! Til dæmis fékk ég tækifæri að vinna með teyminu sem gerði síðustu Kendrick Lamar plötuna.

Hvers konar tónlistarmenn ættu að sækja um?

Allir. Ég held að þeir tónlistarmenn sem búa yfir heildstæðri listrænni sýn eru líklegri en aðrir til þess að komast inn. Þeir sem eru að gera eitthvað frumlegt og á sínum eigin forsendum. Tónlistarstefna skiptir engu máli. Bara að það sé skýr stefna. Engir copycats!

Ljósmynd: Juliette Rowland.

Ábendingar fyrir áhugasama umsækjendur?

Þú hefur engu að tapa.

Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

Gefa út tónlist og myndband – efni sem ég er mjög spenntur að deila með heiminum. Ég fer í „song camp“ í Noregi í þarnæstu viku, spila á Iceland Airwaves í nóvember og fer svo til Tókýó þar á eftir.

Umsóknarferli lýkur 4. Sept. Nánar um umsóknarferlið hér

Redbullmusicacademy.com

Skrifaðu ummæli