VALDIMAR, SNORRI HELGASON OG TEITUR MAGNÚSSON TRYLLA LÝÐINN Í HAVARÍ

0

hava

Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason og Teitur Magnússon þreyta frumraun á samstarfi sín á milli í HAVARÍ á Karlsstöðum laugardagskvöldið 8. október. Þessa miklu meistara þarf vart að kynna en þeir hafa yljað landsmönnum um eyrun um árabil með sínum frábæru lögum.

havari

Fyrir þá sem vilja gera meira úr helginni og slaka á þá er Hótel Bláfell á Breiðdalsvík með tilboð á gistingu aðeins 14.900 krónur fyrir tveggja manna herbergi með morgunmat.

Eldhúsið í HAVARÍ verður opið á tónleikadag til klukkan 20.30. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er 3000 krónur. Forsala á tix.is

Við hvetjum Austfirðinga og aðra til að fjölmenna á tónleikana og eiga gæðastund með nokkrum af okkar ástsælustu söngvurum.

Comments are closed.