VALDIMAR HELDUR AUKATÓNLEIKA Í STAPA Í HLJÓMAHÖLL 30. DESEMBER

0

_DSC7295-Edit

Hljómsveitin Valdimar heldur aukatónleika í Stapa í Hljómahöll þann 30. desember kl. 23:00 en uppselt varð fyrir skemmstu á fyrri tónleika sveitarinnar sem hefjast kl. 20.

_DSC7308

Valdimar með tónleika á Húrra í Maí 2015

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Plötur sveitarinnar eru orðnar þrjár talsins og hafa þær allar notið hylli áheyrenda sem gagnrýnenda. Meðlimir Valdimar eru: Valdimar Guðmundsson – Söngur, Básúna. Ásgeir Aðalsteinsson – Gítar. Guðlaugur Guðmundsson – Bassi. Þorvaldur Halldórsson – Trommur, Slagverk. Kristinn Evertsson – Hljómborð. Högni Þorsteinsson – Gítar.

valdimar 2

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.

Hægt er að kaupa miða hér.

Hér má hlýða á smá kveðju frá söngvara sveitarinnar:

Comments are closed.