VALDIÐ TIL AÐ VERNDA FJÖLSKYLDUNA VAR HRIFSAÐ AF MÉR

0

Tónlistarmaðurinn DAÐI gefur út fyrstu smáskífu sína og myndband leikstýrt af Atla Bollasyni. Lagið „Electric Disdain” er sjálfsrýnið raf sálar pop og fjallar um óvæginn, fallegan og brotinn raunveruleika sem fangar okkur hvert ár, hvern mánuð, hvern dag og hverja sekúndu.

„Þegar ég upplifði dóttur okkar lífshættulega veika aðeins 8 daga gamla, fylgdu róstursamir mánuðir og ár. Sorg, von, gleði og valdið til að vernda fjölskylduna var á örskotsstundu hrifsað af mér. Innri tilfinning mín fyrir tilverunni breyttist og tíminn varð viðkvæmur og kær.“

Á sama tíma og þessi uppljómun varð, versnaði heilabilun kærs föðurs míns óhugnanlega, og tíminn minnti aftur harkalega á sig. Þegar ég samdi lagið og skrifaði textann vildi ég kanna hvort hægt væri að breyta og beygja tímann andlega eða líkamlega, eða hvort hann væri aðeins köld einstefnugata.

DAÐI (Birgisson) er verðlaunaður tónlistarmaður og upptökustjóri og hefur unnið með miklum fjölda innlendra sem erlendra tónlistarmanna. Daði er einnig einn af stofnefndum Jagúar og er einn af stofnendum og núverandi meðlimur hljómsveitarinnar Mono Town. DAÐI kemur hér fram í fyrsta skipti sem eintónflytjandi (solo artist). DAÐI semur, spilar, forritar, syngur og hljóðblandar lagið. Lagið er hljómjafnað af Mike Bozzi (Kendrick Lamar, Lana Del Ray ofl.)

Um myndbandið segir Atli: „Til að byrja með langaði mig til að skoða samband tíma og hluta á næstum banal hátt einfaldlega með því að sýna ólíka hluti og klukku saman í ramma. Þegar lagið var komið undir þá varð til tragísk spenna á milli þessara annars líflausu hluta og þá öðluðust þessi skot ríkari tilfinningu. Það eru lífræn fyrirbæri þarna líka eins og pottaplanta og banani, en þau eru máluð rauð og gerð afskaplega ónáttúruleg. Hið lífræna er þannig eiginlega fryst, klukkan hreyfist aldrei, restin eru dauðir hlutir – tíminn er stoppaður og allt talar þetta við lokasetninguna í laginu: „Time, you’ll be wrong.“ Í viðlögunum fáum við hins vegar mannlega nánd þar sem Daði og dóttir hans syngja lagið, en þau eru í sama rými samtímis, á ólíkum tímum, nótt og degi. Þannig flækjum við hugmyndina um tímann enn frekar með því að taka inn svolítið skammtafræðiþema þar sem hver orsök á sér fjöldamargar afleiðingar, þar sem ólíkar sögur eiga sér stað samtímis í ólíkum víddum.“

Myndbandið tók Timothée Lambrecq. Timothee er frá Frakklandi en býr þessa stundina í Reykjavík. Hann er sjálflærður ljósmyndari og kvikmyndatökumaður með ævintýri, náttúruna, fólk og tónlist á heilanum!

Twitter

Instagram

Spotify

Tidal

Deezer

Itunes

Amazon

Skrifaðu ummæli