VALBY BRÆÐUR SENDA FRÁ SÉR BRAKANDI FERSKT LAG OG MYNDBAND

0

VALBY

Valby Bræður voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Jón ISIS“ og er það mikil snilld líkt og fyrri verk sveitarinnar. Lög eins og „Svartur Á Leik“ og „Lögregluríki“ hafa náð töluverðum vinsældum en margir telja að nýjasti afurðin muni slá öll met!

Rappflæði og stíll bræðranna er til fyrirmyndar.

Valby Bræður koma fram á Secret Solstice í ár nánar tiltekið í kvöld laugardag 17. júní kl 21:00 til 21:30 í FENRIR tjaldinu.

Þorlákur Bjarki tæklaði myndbandið en Jói Dagur sá um taktinn.

Skellið á ykkur sólgleraugum (þótt það sé engin sól) og hækkið í græjunum!

Comments are closed.