VALBY BRÆÐUR MEÐ NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

valby venjuleg

Jakob Valby og Alexander Gabríel eru mennirnir á bakvið hljómsveitina Valby Bræður. Kapparnir voru að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist Fimmmenningarnir! Valby Bræður eru ekki einir á ferð í þessu lagi en það eru Blaz Roca, Sesar A og Thurý sem koma einnig við sögu.

 „Lagið fjallar lauslega um hugtakið Blue Collar Ballin sem Blaz Roca hefur mikið notað í gegnum tíðina og þýðir að hafa nóg fyrir sig, láta það sjást svolítið og mikilvægast af öllu, að vinna fyrir því sjálfur.“  – Jakob Valby 

Myndbandið er tekið upp fyrir vestan um borð í bátnum Mjóni sem Alexander Gabríel á og gerir út. Sesar A sá um upptöku og vinnslu.

 

Comments are closed.