VALBY BRÆÐUR ERU ELDHEITIR Í NÝJU LAGI

0

Rappsveitin Valby Bræður voru að senda frá sér spikfeitt lag sem ber heitið „Bróðir” Bræðurnir eru sjóðheitir um þessar mundir en lög eins og Laidback og Jón Isis hafa ómað í eyrum landsmanna að undanförnu.

Það er einvala lið hljóðfæraleikara sem spila í laginu en það eru Kristjan Hafsteinsson: raddir og bassi, Hrólfur Hreiðarsson: gítar og raddir, Stefán H. Henrysson: hljómborð og Daníel Freyr Sigurðsson: trommur.

Valby Bræður koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem hefst í dag og lofa drengir rafmögnuðum tónleikum! Hægt er að nálgast miða á hátíðina á Tix.is

Skrifaðu ummæli