VAL-KYRJA SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „FLY“

0

VAL

Tónlistarkonan Val-Kyrja var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Fly“ en lagið er gefið út af Aquavit Records. Þorgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir eins og hún heitir fullu nafni er 26 ára og er frá Dalvík en er nú búsett í Olsó þar sem hún er í framhaldnámi í lögfræði. Þorgerður er iðin við að semja tónlist í Osló en einnig er hún liðtækur plötusnúður og spilar hún reglulega þar í borg.

„Ég sæki mikinn innblástur í heimahagana á Dalvík og íslenska náttúru, þá sérstaklega í Svarfaðardal þar sem ég eyddi miklum tíma á hestbaki þegar ég ólst upp.“ – Þorgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir

val 2

Lagið er samið af Val-Kyrju en textann samdi hún ásamt Tómasi Oddi Eiríkssyni og Tinnu Katrínu Jónsdóttur úr Hljómsveitunum Lily Of The Valley og Mosi Musik. Stefán Atli Jakobsson og Garðar Jakobsson í Reykjavík Sounds sáu um framleiðslu og útfærslu lagsins. Halldór Á. Björnsson sá um hljóðblöndun, Michael Snyder sá um artwork með ljósmyndum frá Juliu Roditelevu.

Hægt er að nálgast tónlistina hér á PRO.BEATPORT.COM og soundCloud hér fyrir neðan.

Comments are closed.