VAGG & VELTA ER BÚIN AÐ VERA Í VINNSLU FRÁ ÞVÍ AÐ EMMSJÉ GAUTI SKRIFAÐI SINN FYRSTA RAPPTEXTA

0
emmm (1)

Ljósmynd/Joe Shutter

Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en hann er að senda frá sér breiðskífuna Vagg & Velta nú í Júlí. Kappinn hefur verið áberandi og oft á milli tannana á fólki í fjölmörg ár en óhætt er að segja að vinsældir hanns hafa sjaldan verið meiri!

emmsjé

Nýlega hefur Gauti sent frá sér lögin „Djammæli,“ „Ómar Ragnarsson“ og „Strákarnir“ og hafa þau öll náð gríðarlegum vinsældum. Mikil eftirvænting er eftir plötunni enda ekki furða þar sem einn vinsælasti tónlistarmaður landsins á í hlut.

Einnig er kappinn að safna fyrir tvöfaldri vínyl plötu á Karolina Fund, og mælum við eindregið með því að fólk kynni sér það nánar.

Albumm.is náði tali af kappanum og svaraði hann nokkrum spurningum. 

Hvað er platan búin að vera lengi í vinnslu og er hún frábrugðin fyrri verkum?

Í raun og veru er platan búin að vera í vinnslu frá því að ég skrifaði fyrsta rapptextann á blað. Allt ferlið hefur mótað mig sem listamann og komið mér á þann stað sem ég er á í dag. Lögin á þessari plötu fóru í raun að skapast rétt eftir að ég gaf út síðustu plötuna mína (Þeyr). Ég ætlaði að gefa út mixtape en sú hugmynd breyttist fljótlega yfir í að gefa bara út aðra plötu. Ég ætlaði að gefa hana út seinustu jól en strákarnir sem ég vinn mest með voru á þeirri skoðun að hún væri ekki fullmótuð svo ég vann í henni þangað til að ég og þeir voru orðnir sáttir við soundið. Platan er frábrugðin fyrri verkum á þann hátt að með tímanum hef ég breyst og þróast og nýja platan með. Ég var stundum búinn að gleyma því hvað það er gaman að rappa. Á þessari plötu fæ ég smá útrás fyrir því að hafa gaman.

emmsjé 3

Ljósmynd/Joe Shutter

Það eru einhverjir gestir á plötunni, hverjir eru það og af hverju fékstu þá með þér í lið?

Já vá, það er alveg endalaust mikið af frábæru liði á plötunni. Aron Can, Gísli Pálmi, Bent, Dóri DNA, Úlfur Úlfur og Unnsteinn Manuel lánuðu mér raddirnar sínar í lög. Logi Pedro, Joe Farizer, Helgi Sæmundur, ReddLights, Björn Valur og Auðunn Lúthersson koma svo að taktagerð. Ég fékk þessa stráka með mér í lið því ég hef hef gaman af því að vinna með þeim og elska tónlistina þeirra.

Hver er pælingin með nafninu Vagg Og Velta?

Þetta byrjar allt á því að Logi Pedro fær sér tattúið „vagg & velta“ sem er þýðingin á rock and roll. Ég var svo einusinni með þann gjörning að flúra mig uppá sviði fyrir nokkrum árum og vantaði eitthvað einfalt flúr til að setja á mig. Mér datt í hug að flúra það sama og Logi var með á sér því mér fannst það nett flúr og einfalt að gera. Logi var sem betur fer sáttur með þessa hugmynd. Eftir þetta gerði ég lag sem hét „vagg & velta“ og smám saman varð þetta að nafni plötunnar. Það er líka skemmtilegt að fyrsta Íslenska rokklagið kom út í apríl 1957 og hét vagg og velta, sungið af Erlu Þorsteinsdóttur.

EMMSJÉ 2

Nú ert þú með útgáfutónleika á Nasa 14. Júlí næstkomandi, á að tjalda öllu til og á að fylgja plötunni eftir með tilheyrandi tónleikahaldi?

Já, ég ætla að fara alla leið á þessum tónleikum. Ég fæ til mín alla gestina á plötunni ásamt því að vera með live band með mér. Planið er að fylgja plötunni vel eftir og hafa gaman af lífinu í leiðinni.

Hægt er að nálgast mið á útgáfutónleikana hér.

Comments are closed.