ÚTVARPSÞÁTTURINN KRONIK SNÝR AFTUR EFTIR ELLEFU ÁRA FJARVERU

0

Robbi Kronik og Benni B-Ruff munu stýra þættinum Kronik alla laugardaga milli 17:00 – 19:00.

Róbert Aron Magnússon eða Robbi Kronik, eins og hann er oftast kallaður er án efa einn helsti rapp spekúlant landsins og þó víðar væri leitað. Á níunda áratugnum matreiddi kappinn landann á eðal rappi en hann hélt úti útvarpsþættinum Kronik sem naut mikilla vinsælda. Þátturinn var suðupottur rappsenunnar á Íslandi og fengu hlustendur allt það ferskasta sem var að gerast hverju sinni beint í æð.

Nú snýr kappinn aftur eftir ellefu ára fjarveru, en Robbi verður ekki einn síns liðs heldur verður rapphundurinn og plötusnúðurinn Benedikt Freyr Jónsson eða Benni B-Ruff eins og hann er iðulega kallaður honum til halds og trausts, alls ekki slæmt kombó það!

Þátturinn verður á laugardögum frá kl 17:00 – 19:00 og má búast við miklu fjöri!

Albumm.is náði tali af Robba Kronik og svaraði hann nokkrum spurningum.

Hvenær hætti útvarpsþátturinn Kronik og hvað kom til að þú ákvaðst að endurvekja hann?

Þátturinn hætti 2005 eftir fimmtán ár í útvarpi! Ég var hreinlega beðinn um að svara kalli íslensku senunar að byrja með hann aftur. Einnig þótti mér bara vera vöntun fyrir þátt sem slíkan þar sem ég er búinn að vera búsettur erlendis síðastliðin ellefu ár og hlustaði mikið á bbc 1 Xtra sem sérhæfir sig í „Urban” tónlist og fannst hreinlega vanta þátt á Íslandi sem sérhæfir sig í tónlist sem snýr að rap, dancehall, grime og öðru skemmtilegu.

robbi-2

Robbi Kronik snýr aftur eftir ellefu ára fjarveru!

Við hverju má fólk búast? 

Þetta verður Kronik 2.0! Þannig mikið nýtt en munum henda að sjálfsögðu gömlu inná milli, en fókusinn er á nýja ferska tónlist, rap, grime, dancehall og annað skemmtilegt! Einnig verðum við með reglulega gesti úr íslensku senunni og kynna hana enn frekar!

Hvenær fer þátturinn í loftið?

26. Nóvember, eða á morgun (laugardag), og verður á hverjum laugardegi frá klukkan 17:00 – 19:00.

Eitthvað að lokum?

Stilla á Xið alla laugardaga frá kl 17:00 – 19:00 If you don´t like it eat a ….!

Skrifaðu ummæli