Útvarpsþátturinn Kronik snýr aftur á Áttan Fm!

0

Útvarpsþátturinn Kronik snýr aftur á Áttan Fm 89.1 föstudaginn 16. nóvember. Kronik hóf göngu sína á öldum ljósvakans árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir, en eins og flestir kannski muna þá sérhæfði þátturinn sig í Hip Hop og Rap tónlist og ruddi veginn fyrir íslensku Hip Hop og Rap senunni.

Umsjónarmenn þáttarins eru Róbert Aron Magnusson og Benedikt Freyr Jónsson en í hverri viku munu þeir fá til sín góða gesti og gesta plötusnúða. Þátturinn verður á hverjum föstudegi frá kl 17:00 – 19: á Áttan Fm og munu þeir spila nýja Hip Hop tónlist í bland við gamalt og gott ásamt að fjalla um það helsta sem er að gerast í íslensku og erlendu Hip Hop og Rap senunni. Hægt verður að hlusta á þáttinn á Áttan Fm 89.1 en einnig er þátturinn aðgengilegur inná Spilarinn.is, heimasíðu Áttunnar ásamt Youtube síðu Kronik Radio og samfélagsmiðlum Kronik Radio.

Ekki missa af Kronik alla föstudaga milli 17-19 á ÁttanFM!

Skrifaðu ummæli