ÚTVARPSÞÁTTURINN ALBUMM FER Í LOFTIÐ Í KVÖLD Á X-INU 977

0

x albumm

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að útvarpsþátturinn Albumm fer í loftið í kvöld á X-inu 977. Þátturinn verður í anda vefsíðunnar og umfjöllunarefnið það sama, Íslensk tónlist og grasrótarmenning á Íslandi.

Viðtöl, ný tónlist og almenn gleði verður í fyrirrúmi þannig ekki missa af þessu.

Umsjónarmaður þáttarins er Steinar Fjeldsted en fólk þekkir hann einnig sem Steina í Quarashi.

Við mælum eindregið með að fólk stilli á X-ið 977 öll miðvikudagskvöld kl: 23:00 og hlusti á einn skemmtilegasta þátt landsins Albumm!

 

Comments are closed.