ÚTVARPSÞÁTTURINN ALBUMM 6. ÞÁTTUR / ANDRI FREYR VIÐARSSON

0

andri (3)

Það má segja að Andri Freyr Viðarsson hafi kíkt heim til sín í gærkvöldi þegar hann stýrði útvarpsþættinum Albumm ásamt Steinari Fjeldsted á X-inu 977. Andri Freyr byrjaði sinn útvarpsferil á X-inu fyrir sautján árum en hefur undanfarin ár verið annar stjórnandi Virka Morgna á Rás 2 eins og þjóðin veit.

Andri Freyr mætti ferskur í stúdíó X-ins með fulla tösku af eðal Íslenskri tónlist og meira að segja eitt óútgefið lag með honum og KGB (Kristinn Gunnar Blöndal)

andri (2)

Steinar Fjeldsted og Andri Freyr spjölluðu um allt milli himins og jarðar en þess á milli voru spiluð lög valin af Andra.

Það var virkilega gaman og mikill heiður að fá Andra Frey í útvarpsþáttinn Albumm. Mikill snillingur og eðalmenni þarna á ferð.

Comments are closed.