ÚTVARPSÞÁTTUR TILEINKAÐUR NÝRRI ÍSLENSKRI TÓNLIST HEFUR GÖNGU SÍNA Á RADIO ICELAND

0

logo

Útvarpsþáttur tileinkaður nýrri íslenskri tónlist hefur göngu sína á Radio Iceland laugardaginn 18.apríl milli 20-22. Þáttastjórnandi er Kristján Haraldsson.

Kristján Haraldsson hefur verið iðinn við tónlistargerð, bæði í hljómsveitum á borð við Kristján, Urban Lumber og O.D. Avenue – og einnig í hljóðverinu Stúdíó Hljómur þar sem hann hefur unnið með og pródúserað fyrir bönd á borð við Art Is Dead, Lily Of The Valley, Milkhouse, Sister Sister og mörg fleiri.

Fyrsti þátturinn mun vera nær eingöngu með hljómsveitum sem hafa verið í samstarfi við okkur í Stúdíó Hljóm. Við höfum verið það heppnir að fá til okkar mikið af talent fólki og okkur langar að deila því með tónlistarunnendum, íslenskum og erlendum“ segir Kristján hress.

Kristján Haraldsson

Þátturinn hefur fengið nafnið „Beneath The Ice – Emerging Icelandic Music“ og lofar Kristján frábærum fyrsta þætti.

Ég ætla að spila nýja og nýlega íslenska tónlist, en eins og flestir vita, þá erum við með mjög sterka tónlistarsenu hérna heima og erlendir tónlistarspekúlantar hafa gífurlegan áhuga á henni. Ég er kominn með efni í næstum þrjá þætti strax og hef ég ekki ennþá fengið slæmt lag aðsent. Við hvetjum tónlistarfólk til að senda okkur ný og nýleg lög ábeneaththeice@radioicelandfm.is

Radio Iceland er eina útvarpsstöðin sem er eingöngu með enskt tal og er hægt að hlusta á hana á 89,1 ásamt því að hægt er að streyma henni á radioicelandfm.is

Hægt er að finna Facebook síðu þáttarins hér:

http://www.facebook.com/beneaththeiceradio

Comments are closed.