ÚTTEKT Á SECRET SOLSTICE MEÐ ANDRA MÁ

0

Andri Már Arnlaugsson.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldinn í þriðja sinn með pompi og prakt daganna 16. – 19. Júní í laugardalnum. Fjórir sneisafullir dagar af frábærri tónlist úr öllum áttum. Andri Már Arnlaugsson var á Secret Solstice í ár og ætlar hann hér að stikla á stóru af því besta sem hann sá þetta árið, en úr nægu var að velja.


Fimmtudagur

Það fyrsta sem ég sá þetta árið kom beint frá Brooklyn New York enn það var hip hop crewið Flatbush Zombies. Ég viðurkenni að ég hafði ekki hlustað mikið á þá en hafði góða tilfinningu fyrir að þarna yrði gott hip hop show og ekki skjátlaðist mér. Þeir settu upp mjög flott show á stærsta útisviðinu (Valhöll). Mikil orka og þeir tvinnuðu saman hip hop af gamla og nýja skólanum sem mér fannst einstaklega flott „touch“ hjá þeim. Þungir og beittir taktarnir fengu alla til að „headnotta“ býsna hart, og ekki var að sjá nema að allir væru vel með á nótunum.

SecretSolstice_Höddi (198 of 358)

Eftir Flatbush Zombies ákvað ég að vinda mér í dansinn og kíkja á íslenska landsliðið í drum&bass og jungle tónlist, en þar gerðu Hausa drengir ásamt Rvk Dnb crew allt gjörsamlega vitlaust með djúpum bassa og brotnum töktum en ásamt þeim var annað árið í röð bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Sinistarr sem endaði þessa drum&bass veislu og spilaði skemmtilega blöndu af allskyns danstónlist. Gaman var að sjá hvað Sinistarr var óhræddur við að blanda saman hinum ýmsu stefnum og ná að láta það ganga upp og var með fólkið í hendi sér. Gott að hrista sig í gang með þessari drum&bass og breakbeat keyrslu!

Reynsluboltarnir Dj Yamaho og iLO (Olaf Breiðfjörð) spiluðu bak í bak í Ask tjaldinu. Mikið og djúpt groove frá þessum ofurtöffurum eins og við var að búast.

SecretSolstice_Höddi (216 of 358)

Eftir mikinn dans kíkti ég á eitt af stóru útisviðunum en þar tróð upp eitt af leynigestum hátíðarinnar en það voru engar aðrar en gömlu diskódívurnar Sister Sledge. Gaman var að sjá þær á útisviðinu en það myndaðist mikil stemming og hringdi undirritaður í móður sína á meðan á tónleikunum stóð við býsna góðar undirtektir. Mér fannst líka magnað hvað þær áttu mun fleiri lög en ég hélt.

SecretSolstice_Höddi (154 of 358)

Laugardalshöllinni hafði verið breytt í risastórann klúbb með gríðarlega flottu og vel hljómandi hljóðkerfi ásamt afburðar flottum ljósum og vídeóum og bar það heitið Hel og einmitt þangað lá leið mín næst gagngert til að bera Old school Techno gosögnina frá Detroit hann Stacey Pullen augum. Mér fannst magnað að labba þarna inn og heyra hvað hljóðið inn í höllinni var gott og mér leið eins og ég væri kominn á einhvern risastórann klúbb erlendis. Stacay Pullen var ekkert að flækja hlutina og spilaði hart og töff 4/4 Techno og eyddi ég restinni af þessu fyrsta kvöldi að hlusta á plötusnúða kvöldsins sem voru í réttri röð Stacey Pullen, Nitin og Art Department báðir listamennirnir frá Kanada sem spiluðu góða blöndu af djúpu Tech-House og Techno. Þegar líða fór á nóttina var orðið býsna fjölmennt inn í höllinni og var þetta frábær endir á virkilega góðu fyrsta kvöldi Secret Solstice Festival 2016.

SecretSolstice_Höddi (159 of 358)

Föstudagur

Þjóðhátíðardagurinn 17. Júní er runninn upp og það var glampandi sól og gleði, ég var hvað mest spenntur fyrir þessum degi á hátíðinni en nöfn á borð við Goldie, Radiohead, Action Bronson, og Derrick Carter spiluðu á þjóðhátíðardaginn.

Ég ákvað að byrja þetta á mínum manni Goldie. Fyndið frá því að segja að fyrir einmitt akkúrat tuttugu árum sá ég hann spila í Laugardalshöllinni og núna var ég að fara að sjá kappann aftur. Eitthvað hafði ég heyrt af að hann væri að fara að spila Timeless plötuna eins og einmitt fyrir tuttugu árum, en þess í stað var hann með níutíu mínútna dj sett. Og það var bara í góðu lagi því að gamli reynsluboltinn rúllaði þessu gjörsamlega upp og spilaði hörku sett af glænýrri virkilega flottri drum&bass tónlist úr öllum áttum. Það var virkilega gaman að hann spilaðu úti og myndaðist gríðarleg stemmning í glampandi sólinni. Hann fékk til liðs við sig 2 mc´s sem að sáu til þess að allir voru á tánum. Það er fátt betra enn Drum&Bass tónlist úti í glampandi sól með öllum sínum bestu vinum, klárlega einn af hápunktur hátíðarinnar hjá mér.

SecretSolstice_Höddi (102 of 358)

Á meðann Goldie spilað þá myndaðist gríðarlega löng röð á Radiohead að sökum þess að Laugardalshöllinn tók ekki alla gesti hátíðarinnar sem voru um 15.000 þetta árið. Ég ákvað að fara ekki að eyða öllum deginum mínum í einhverri „Elko röð“ og sætti mig bara við að missa af Radiohead og skundaði þess í stað á hinn bandaríska Action Bronson á stóra úti sviðinu (Valhalla). Action Bronson er eitt af þessum nýlegri nöfnum í hip hop senunni sem ég hef virkilega gaman af. Rödd hans og flæði minna óneitanlega mikið á Reakwonn í Wu-Tang Clan. Action Bronson gerði gott mót og stóð fyllilega undir væntingum. Ég mæli hiklaust með matreiðslu þáttum hans á Youtube sem eru stórskemmtilegir og sýna svona hvað karakter hanns er skemmtilegur og einnig hvað hann hefur dálæti á góðum óhollum mat.

SecretSolstice_Höddi (81 of 358)

Þegar hinn skeggprúði Action Bronson hafði lokið sér af hélt ég inn í Laugardalshöll (Hel) en útidagskráin var alltaf búin í kringum miðnætti. Inn í Hel var stórskotalið danstónlistar senunar enn það voru þeir Robert Owens, Lil Louis og Derrick Carter sem héldu uppi pumpandi taktfastri danstónlist framm eftir nóttu. Eins og áður kom framm var virkilega gaman að sjá hvað sviðið og ljósashowið var umfangsamikið og flott og skapaði það einstaka stemmningu í höllinni.

SecretSolstice_Höddi (50 of 358)

Laugardagur

Ekki var jafn gott veður á Laugardeginum en tónleikagestir létu það ekki á sig fá og voru mættir býsna snemma í laugardalinn þrátt fyrir þétta tvo daga á undan. Ég ákvað að líta á einn listamann sem ég hafði næstum gleymt að væri að spila en það var hinn grímuklæddi kani Slow Magic. Vopnaður trommusetti og tölvu tók hann ótrúlega kraftmikið lifandi sett. Virkilega orkumikill á sviði þó að tónlistin hans sé i þessum draumkennda dans/popp stíl. Fólk virtist vera vel með á nótunum þegar hann spilaði eitt af sínum þekktari lögum „Girls“.

 

SecretSolstice_Höddi (36 of 358)

Skream var einn af headlænum þessarar hátíðar og spilaði hann inni í Hel og er þetta annað árið í röð sem að hann spilar á hátíðinni. Skream er þekktur sem einn af stofnendum Dubstep tónlistar og er mikils metinn í þeim heimi. Ég bjóst við töluvert öðruvísi dj setti frá bretanum enn hann spilaði býsna einfalt karakterlaust techno, kanski var eg með of miklar væntingar? Enn ég bjóst við örlítið meira frá kappanum. En aftur á móti var Jaime Jones sem að spilaði á eftir honum með hlutina á hreinu og spilaði töluvert betra sett og fór um víðann völl og hélt mér og ca 4000 öðrum dansandi íslendinum á tánum þangað til ég hélt heim á leið með góða dansverki.

SecretSolstice_Höddi (29 of 358)

Sunnudagur

Lokadagur hátíðarinnar skartaði verulega flottri og fjölbreyttri dagskrá þ.a.m Roísin Murphy, Die Antwoord, Midland,Will Saul og Kerri Chandler.

Eðlilega skundaði ég að sjá hina ofursvölu Roisin Murphy en ég hef haldið mikið bæði upp á hana sem sóló listamann og einnig þegar hún var aðal söngkona 90´s ofurgrúppunar Moloko. Roisin sýndi það og sannaði að hún er ekki aðeins góð söngkona heldur leggur hún afar mikið upp úr því að toppa sjálfan sig í búningum og fór hún í undarlegri og skemmtilegri föt með hverju laginu sem leið. Frábærir tónleikar og tískusýning hjá þessari ofur svölu bresku söngkonu.

 

SecretSolstice_Höddi (22 of 358)

Hinn breski Midland var eitt af þessum nöfnum sem að mér fannst verulega gaman að sjá inni á hátíðinni í ár, einn af þessum upcoming listamönnum sem ég hef fylgst með í gegnum síðustu tvö til þrjú árin. Midland spilaði í Ask tjaldinu á eftir Will Saul sem að ég hefði vilja sjá en missti af, því miður. Midland sýndi allt það sem að góður plötusnúður á að gera! Var fjölbreyttur, tók miklar áhættur í setti sínu og það gekk algerlega upp.

SecretSolstice_Höddi (21 of 358)

Ég ætlaði að fara að sjá Die Antwoord en önnur eins röð og var á Radiohead var á þá tónleika svo ég ákvað að eyða ekki nokkrum klukkustundum í að bíða. Mér leiðast raðir afskaplega mikið og vona ég að það megi koma í veg fyrir þessar raðir á næsta ári.

SecretSolstice_Höddi (1 of 358)

Þetta var frábær hátíð með flottri dagskrá og góður andi sveif yfir alla fjóra daganna. Ég varð ekki var við nein slagsmál eða leiðindi sem að verður að teljast mjög tilkomumikið á 15.000 manna tónlistarhátíð og hlakka ég til að sjá hátíðina verða reynslumeiri og flottari með hverju árinu sem líður.

Takk fyrir mig!

Andri Már Arnlaugsson.

Comments are closed.