ÚTSKRIFAÐIST FRÁ SAMA SKÓLA OG JAMES BLAKE OG SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG

0

mimra

„Söngur Valkyrjunnar“ er fyrsta lagið sem electro-acoustic folk pop tónlistarkonan MIMRA sendir frá sér. „Söngur Valkyrjunnar“ er í senn gruggugt og draumkennt og textinn goðsagnakenndur. Lágstemmdur hljóðheimurinn rís, hnígur og vex með rödd MIMRU sem þungamiðju.

MIMRA er listamannsheiti Maríu Magnúsdóttur. Hún lauk nýlega námi frá Goldsmiths University of London við deildina Popular Music, þaðan hafa m.a. James Blake og Rosie Lowe útskrifast. Lagið „Söngur Valkyrjunnar“ varð fyrr á þessu ári hluti af NX Records Mixtape 2016, tekið saman af Semi-Precious.

https://mimramusic.com/

https://twitter.com/mimra_music

Skrifaðu ummæli