ÚTÓN AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

0

útón

Síðustu átta ár hefur Made in Iceland verkefnið verið með því móti að íslenskir tónlistarmenn sækja um að vera með lag á geisladiski sem ÚTÓN framleiðir bara til kynningar, en honum er svo dreift af útvarpsplöggara á 840 útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum. Þar að auki hefur verið haldið teiti í L.A. þar sem lykilaðilum í því sem kallað er „sync” (innkaup á tónlist í sjónvarp, kvikmyndir og auglýsingar) boðið til að hittast og hlusta á geisladiskinn og hann kynntur ásamt því að boðið hefur verið upp á tónleika. Í fyrra var bætt við verkefnið með lagalistum á Spotify sem kynntir voru fyrir sync aðilum í Los Angeles og á háskólaútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum.
Í ár verður farið í frekari samvinnu við Iceland Naturally verkefnið á vegum Íslandsstofu og mun ÚTÓN koma að tónleikaröð sem kölluð er „Reykjavik Calling.” Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við menningarviðburðina Taste of Iceland á vegum Iceland Naturally og Íslandsstofu. Er þetta liður í að nýta betur ákveðinn fókus á Bandaríkjamarkað, bæði á sync og á útvarpsstöðvar í lykilborgum víðsvegar um landið. Öflug kynningarvinna fer fram í samstarfi við PR fyrirtækið Marauder í New York. Auk þess fer fram tengslamyndunarvinna við lykil aðila í L.A. til þess að koma íslenskri tónlist í kvikmyndir, þætti og aðra myndræna afþreyingu. Þannig er verkefnið tvíþætt, og annars vegar snýr að útvarpsplöggi og lifandi flutning á tónlist, og hins vegar að sync.

útón 2
ÚTÓN auglýsir eftir umsóknum frá tónlistarmönnum sem vilja að sín tónlist verði kynnt á þennan hátt í Bandaríkjunum.

Umsóknarskilyrði eru eftirfarandi:
– Dreifing í Bandaríkjunum (má vera stafræn einungis, þú getur gert það í gegnum t.d. CD Baby eða Tunecore)
– Bandarískir samstarfsaðilar er kostur
– Höfundaréttur á hreinu (hægt verður að vera að gera samning um notkun á lagi í sjónvarpsþátt á skömmum tíma, ef tilboð er samþykkt)

Vinsamlegast sendið eftirfarandi upplýsingar (á ensku) á netfangið icelandmusic@icelandmusic.is Athugið að viðtakandi er enskumælandi.
Umsóknarfrestur er 5. febrúar 2016.

Comments are closed.