ÚTIDÚR SENDIR FRÁ SÉR SÍNA ÞRIÐJU BREIÐSKÍFU Í DAG

0

utidur

Hljómsveitin Útidúr gefur út sína þriðju plötu í dag. Platan heitir Bila-St.Æðin og hefur verið í bígerð seinustu þrjú árin en hún var tekin upp að hluta til í Sundlauginni en mest megnis af hljómsveitinni sjálfri ásamt Kára Einarssyni í stúdíó hans.

Tónlist plötunnar fer út um víðann völl og blandar saman áhrifum allt frá klassískri yfir í indverska og austur evrópska tónlist. Útkoman er blanda af taktdrifnum lögum með melódíur sem fljóta yfir hljóm allskyns strengja og blásturshljóðfæra.

Útidúr Bila-St.Æðin cover

Sveitin fer óvenjulegar leiðir í útgáfu plötunnar en í stað geisladiska hefur söngvari sveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, búið til ​umslag utan um tónlistina, eða einskonar bókverk. Umslagið innheldur upplýsingar og texta allra laganna ásamt niðurhalskóða fyrir plötuna.

Í tilefni útgáfunnar verður blásið til hlustnarteitis í Bíó Paradís í kvöld. Þar verður platan spiluð í heild sinni í bíósal og hægt verður að kaupa fyrra nefnt umslag tónlistarinnar. Bíóið hefst á slaginu 17:00 í sal 3, frír aðgangur og drykkir.

http://utidur.com

Comments are closed.