ÚTGÁFUTÓNLEIKAR OG FERTUGSAFMÆLI BJÖSSA BIOGEN Í KVÖLD Á HÚRRA

0

bjössi biogen

Heljarinnar Útgáfutónleikar fara fram á skemmtistaðnum Húrra  í kvöld og fagnað verður útgáfu cd og vínylplötu með tónlistarmanninum Biogen en hann hefði orðið fertugur í dag . Sigurbjörn Þorgrímsson eins og hann hét fullu nafni er frumkvöðull í Íslenskri raftónlist en hann sló rækilega í gegn með Hardcore sveitinni Ajax ásamt Þórhalli Skúlasyni. Eftir Ajax hélt Bjössi ótrauður áfram að skapa framúrstefnulega og fallega raftónlist og eftir hann liggja ótalmörg ógleymanleg lög.

bjössi biogen 2

Á dögunum fór fram söfnun um útgáfu tvöfaldan Cd og vínylplötu með tónlist Biogen á Karolina Fund og fór sú söfnun fram úr björtustu vonum. Ekki náðist að fá plöturnar til landsins í tæka tíð en ekki örvænta þær eru á leiðinni.

bjössi

Dagskráin í kvöld er alls ekki af verri endanum en það eru Tanya & MarlonFuturegrapher, Quadruplos en einnig mun Tanya Pollock og Dj Dorrit spila tónlist Biogen undir nafni Weirdcore.

Í dag verður í fyrsta skiptið hægt að versla stafrænt og hala niður sex breiðskífum með Biogen tvær af þessum breiðskífum hafa aldrei komið út. Hægt er að nálgast útgáfurnar á Bandcamp síðu Weirdcore.

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 20:00 og kostar litlar 1.000 kr inn.

Comments are closed.