ÚTGÁFUTÓNLEIKAR HLJÓMSVEITARINNAR MOMENTUM

0

TheFreakIsAliveCover

Laugardaginn 18. apríl næstkomandi fara fram útgáfutónleikar á fjórðu plötu hljómsveitarinnar Momentum – The Freak is Alive. Platan kom út 9. febrúar síðastliðinn og er gefin út af norska útgáfufyrirtækinu Dark Essence Records. Momentum kom fram á norsku tónlistarhátíðinni Inferno fyrir skemmstu þar sem platan var kynnt.

band1_HP

Ljósmyndari: Aron F. Þorsteinsson

The Freak is Alive hefur fengið frábæra umfjöllun í á þriðja tug erlendra fjölmiðla. Platan, sem inniheldur 9 lög á um 50 mínútum, er súrrealískt og draumkennt ferðalag þar sem tónlist, textar og myndlist tvinnast saman og grípur hún hlustandann og skilar honum til baka uppfullum af hugleiðingum um lífið og listina.

Lagið Gauntlet – Artwork myndband


„Momentum, however, really achieves something special and unique, delivering a strange concept with amazing emotional impact. Highly recommended, and certainly deserving of wider accolades.“ Andrew – NoEcho.net http://www.noecho.net/reviews/momentum-the-freak-is-alive-dark-essence-2015

„`The Freak Is Alive’ drops a beautiful weight on the listener’s chest with chord one. It goes on to to slather aural gorgeousness across the listener’s mesmerized headspace with broad strokes of the brush from a palette of infinite finesse throughout its entire runtime.“ Bogi Bjarnason – Grapevine Magazine
http://grapevine.is/culture/music/album-review/2015/03/17/the-freak-is-alive/

Video auglýsing fyrir útgáfutónleika

Hljómsveitin Momentum hefur verið starfandi frá árinu 2003 og eftir margra ára tónlistarlega gerjun spilar sveitin í dag tilraunakennt og framsækið drungarokk þar sem angurværir tónar sveiflast um í bland við djöfulgang og gríðarlegan þunga. Sveitin hefur undanfarin ár vakið athygli erlendis og hefur ítrekað lagt leið sína útfyrir landsteinanna til þess að kynna tónlist sína. Hérlendis hefur Momentum verið áberandi í íslensku þungarokki allt frá stofnun sveitarinnar, alls komið fram 9 sinnum á Iceland Airwaves hátíðinni auk þess sem Momentum spilar á Eistnaflugi í Neskaupstað í 11. skipti og er þannig ein fárra sveita sem komið hafa fram á hátíðinni frá upphafi.

Lagið Between Two Worlds – Artwork myndband

Tónleikarnir á laugardag eru fyrstu tónleikar Momentum á Íslandi á þessu ári en framundan er kynning á plötunni The Freak is Alive. Ásamt Momentum koma fram sveitirnar Future Figment og Oni sem og norska hljómsveitin Yuma Sun en hún er stödd hérlendis til að taka upp sína fjórðu plötu í Sundlauginni. Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og fara fram á Gauknum. Aðgangseyrir eru litlar þúsund krónur.

Comments are closed.