ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FUTUREGRAPHER OG JÓNS ÓLAFSSONAR

0

2y9Gq2v_SaKPD8Z6m87dHw3eOGwgt1cYO2Rg26_2bCE

Futuregrapher (Árni Grétar) og Jón Ólafsson gáfu út plötuna „Eitt“ á dögunum en hún hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Kapparnir blésu til útgáfutónleika síðastliðið föstudagskvöld á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Andri Már Arnlaugsson mætti á tónleikana en upplifun hanns má lesa hér að neðan.

Ljósmyndir: Hafsteinn Viðar Ársælsson.

3zsXLiYDJGDB88TPmIzsvPQSbxmY0JwmO8dBwRi8Avo
Útgáfutónleikar á glænýrri plötu tónlistarmannanna Futuregrapher og Jón Ólafssonar „EITT“ fór fram síðastliðið föstudagskvöld á engum öðrum stað enn Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sem að er algerlega eitt af þessum stöðum sem mér hefur alltaf langað til að fara á tónleika á, enda er húsið afar fallegt, góður andi þar inni og hentaði því virkilega vel undir þessa tónleika.

Ég hafði fjárfest í plötunni (fékk heimsendingu frá Árna sjálfum, haldiði að það sé flott) og hafði rennt henni nokkrum sinnum í gegn og var því nokkuð spenntur að heyra plötuna spilaða í lifandi flutningi og það á jafn flottu venue og þessu.

e9Qxq55UP_dqkUzYurcPhDttQuCA5uV47-OlFCxOdFM copy

Gaman var að labba inn í safnið sem var var baðað í flottri blárri lýsingu ásamt listaverkum Sigurjóns. Ég fann strax að þetta ætti eftir að verða aðeins sérstakri og öðruvísi en hin venjulega tónleikaupplifun mín hér í Reykjavík.

cRwaBifWxiRDqn38baELQFl_d4ja1X5z7Yx39PmZYVY

Fyrsta af tveimur upphitunar atriðum var hinn einstaklega sjarmerandi og einlæga söngkona Elín Ey.Það er mjög erfitt að hrífast ekki með ljúfu og fallegu rödd hennar. Ein stóð hún með kassagítarinn og söng þrjú afskaplega falleg lög sem runnu vel niður í þá sem á staðnum voru og setti tóninn fyrir kvöldið.

Seinna upphitunar atriðið var úr allt annari átt enn það var raftónlistarmaðurinn Murya eða Guðmundur Guðmundsson. Murya hefur verið að semja tónlist í mörg ár og má heyra á tónlist hans að hann er enginn nýgræðingur á þessu sviði.

JxiwxYD9uwBFMDbq_ztlXqgfwXMtDa_eAoUfTRBuvSE copy

iiR8Gsre41sGF4jPXIAcUxxFRqkpU05hWAqX0jQO4r8 copy

Guðmundur lét tónlistina tala og ég sökk ofan í djúpu dáleiðandi takta hans og flæðandi syntha línurnar sem minntu á köflum á meistara Plaid. Ég hefði þó vilja sjá einhverja vizuals/video á meðann á flutningi hans stóð þar sem að erfitt er að koma frá sér raftónlist í lifandi flutningi oft á tíðum með tölvuna eina að vopni.

mEK_sCSIIpBfA6Fyvzhn2Lz-vPVEp-C6P0TCEWd0t94 copy

qBEI3uRUOaspw5FAZvLzuMfljLyqLSHJB4Ra2pZ2_-s copy

Á eftir Murya var komið að headline kvöldsins þeim Jóni Ólafs og Futuregrapher.
Mér finnst verulega gaman að sjá tvo einstaklinga sem koma úr jafn ólíkum bakgrunni og þeir tveir leiða saman hesta sína í tónlist og búa til plötu.

NOswUbTMGYVM2eMyOc4tBw2OUQcgbea8zb8vrXfdbwQ copy

YxUgZCbR3hL3xNvwLbteq1Vg1xSstxafrhtpE__d61Y copy

Jón með sína miklu reynslu sem píanóleikari og popptónlistarmaður og Árni Grétar með sinn bakgrunn sem einn af helstu raftónlistarmönnum landsins síðustu árin.

andri

Árni var með verulega flottar hljóðupptökur (field recordings) heyra mátti skemmtileg brot úr hans daglega lífi, hlátur í krökkum leika sér í fjarska, samtöl fólks, sjávar og umferðarnið. Þetta fléttist afskaplega fallega saman við fagrann og melódískan píanóleik Jóns sem virtist ekki eiga erfitt með að töfra fram fagrar harmoníur úr flyglinum.

s9Dck-ZBAF4oChD9eo_ZpZlCPafxN5dLFwLXjA3YwCM copy

9umeK2y9ZaEtWhfU_yA_spRnEp5Pb9fiOwoEt4pJbRQ copy

Yfir sveimkennda tónlist þeirra var varpað myndbandsverkum sem Extreme Chill komu með eftir myndlistarmanninn Frímann Kjerúlf Björnsson sem að tvinnaðist vel saman við tónlistina. Plata þeirra „EITT“ er hið fullkomna soundtrack við þessi köldu vetrarkvöld sem framundann eru hér á Íslandi.

xAygxhOOBnc_4DpfcmSER7OnqRwNn6Fc_z3QCf_vlds copy

x0QvU-1nwbRVfI95oDMrVNIsWtDvz9cgAzJQC0ZBLqc copy

zTXUCwiY3CASl35w2k3rSep0T6rI5PtrgFgZAcgN0Ec

Þetta var notaleg kvöldstund í listasafninu, og þætti mér gaman að sjá þetta fallega safn notað oftar undir tónleikahald af einhverju tagi.
Takk fyrir mig,
Andri Már.

Comments are closed.