ÚTGÁFUBOÐ 1. DESEMBER AF DISKNUM „ÞRÆÐIR – LINDUR SEM KLIÐA“

0

Boðskort


Mánudaginn 1.Desember kl 20:00 verður útgáfuboð á Bókakaffi Fellabæ á Fljótsdalshéraði. Allir eru velkomnir að fagna útgáfu disksinns „ÞRÆÐIR –lindur sem kliða“ tónlistaratriði verður í boði og diskurinn verður einnig til sölu.

Uppspretta laganna er sótt í íslensk kvæðalög sem Áslaug Sigurgestsdóttir kveður og hjalar, en undirleik og tilbrigði við þau spinnur Charles Ross á ýmis hljóðfæri.
Diskurinn hefur að geyma 21 lag, gömul kvæðalög og ný tilbrigði byggð á gömlum stefjum. Gömlu kvæðalögin hafa nær eingöngu verið notuð við hefðbundinn kveðskap og flest ljóðanna á disknum flokkast sem slík en hér er einnig leitast við að teygja kvæðalagið yfir í form nútímaljóða, svo úr verður samfellt hljóðverk.
Vegleg 36. blaðsíðna bók á íslensku og ensku.

Ljóðin eru úr smiðju 13 þekktra og óþekktra höfunda. Þeir eru Blásteinn, Hákon Aðalsteinsson, Ásdís Jóhannsdóttir, Þorbjörn Magnússon, Kristín Jónsdóttir, Erla, Sigrún Björgvinsdóttir, Jórunn Bjarnadóttir, Kristín Sigfinnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Jörgen Kjerúlf, Bragi Björnsson og Gerður Kristný.
Höfundarnir eru fæddir á árabilinu frá 1878 – 1970 og tengjast flestir Austurlandi.

 

Upptökustjórn og hljóðblöndun er í höndum Halldórs Warén.  Hönnun Umslags Villi Warén

Cover Þræðir-lindur sem kliða

 

Comments are closed.