Út er komin sjöunda hljómplata Jóels Pálssonar og sú fyrsta sem inniheldur söng

0

Út er komin ný hljómplata Jóels Pálssonar en hún ber heitið Dagar Koma. Þetta er sjöunda hljómplata Jóels með eigin verkum og sú fyrsta sem inniheldur söng. Lögin á plötunni eru samin við ljóð nokkurra íslenskra samtímaskálda, en þau eru Gyrðir Elíasson, Gerður Kristný, Þórarinn Eldjárn, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bragi Ólafsson.

Með Jóel á plötunni leikur einvalalið hljóðfæraleikara en hljómsveitina skipa:

Valdimar Guðmundsson, söngur og básúna, Jóel Pálsson, tenór- og sópransaxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó, Rhondes píano, Harmoníum ofl., Einar Scheving, trommur ogValdimar K. Sigurjónsson, kontrabassi.

Útgefandi: Flugur ehf.
Dreifing: 12 Tónar.

Skrifaðu ummæli