ÚRSLITAKVÖLD MÚSÍKTILRAUNA 2016 Í HÖRPU Í KVÖLD

0
04_rythmatik-8483

Rythmatik, sigurvegarar Músíktilrauna 2015 í góðum gír á úrslitakvöldinu í fyrra.

Þá er komið að úrslitakvöldi Músíktilrauna 2016! Ellefu hljómsveitir af undankvöldunum koma fram í glæsilegri umgjörð Norðurljósa Hörpu í kvöld klukkan 17:00 auk þess sem sigurvegarar síðasta árs, Rythmatik, spilar nokkur lög.

Tilraunahljómsveitirnar ellefu eru sem hér segir:

Spünk
Miss Anthea
Körrent
Hórmónar
Náttsól
Amber
Wayward
Magnús Jóhann
Vertigo
Helgi Jónsson
RuGl

Glæsileg verðlaun eru í boði, en þau eru veitt fyrir efstu þrjú sæti, efnilegustu hljóðfæraleikara, hljómsveit fólksins auk verðlauna fyrir textagerð á íslensku.

Úrslitakvöldinu er útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2 og sjónvarpað beint á RÚV 2.

Músíktilraunir eru mikilvægur hvati að virkri tónlistariðkun fyrir ungt tónlistarfólk. Þær eru jafnframt vettvangur tónlistaráhugafólks til að fylgjast með gróskunni og sköpunargleðinni í grasrótinni. Allt frá upphafi Músíktilrauna 1982 hafa fjölmargar hljómsveitir hlotið þar brautargengi og nægir að nefna hljómsveitir eins og Dúkkulísurnar, Greifana, Kolrössu Krókríðandi, Botnleðju, Mínus, 
XXX Rottweilerhunda, , Mammút, Agent Fresco, Of Monsters and Men, Samaris, Vök og Vio. 

Undankvöldin voru fjögur í ár og tónlistaratriðin 47 talsins. ÍTR hefur frá upphafi verið vagga Músíktilraunanna og sér Hitt Húsið, miðstöð ungs fólks um framkvæmdina. Aðalbakhjarl Músíktilrauna er Icelandair.

Comments are closed.