ÚRSLITAKVÖLD DJ ÍSLANDS Á BOSTON Í KVÖLD

0

dj ísland

Það verður sannkölluð veisla á skemmtistaðnum Boston í kvöld en þá fer fram úrslitakeppnin í Dj Ísland. Spennan hefur verið gríðarleg og óhætt að segja að margir bíða spenntir eftir kvöldinu. Margir góðir plötusnúðar hafa tekið þátt t.d. Formaðurinn, Dj Yamaho, Ewok en hann er einmitt einn keppendi kvöldsins.

Það eru tveir af hæfustu plötusnúðum Íslands sem mætast á þessu úrslitakvöldi og takast á um hver það er sem er þess verðugur að bera hinn vafasama titil „Dj Íslands“.

Fyrst ber að nefna núverandi titilhafa, manninn með mottuna sem naumlega sigraði Formanninn sjálfann fyrir ekki svo löngu, engan annan en Herb Legowitz a.k.a. Hunk of a man, hinn landsþekkta Maggi Lego.

Annar er áskorandinn ungi sem hefur slegið í gegn og sigrað hvern andstæðinginn á fætur öðrum á undanúrslitakvöldunum með frumlegri framkomu og yfirvegun, breakbeat brjálæðingurinn úr Breiðholtinu, hinn eini sanni Gunni Ewok.

BOSTON

Kynnir kvöldsins er eins og áður Árni Sveins en honum til halds og trausts verður Formaður Sunnudagsklúbbsins Kári Þór Arnþórsson.

Sigurvegari er valinn eftir þokka, framkomu, lagavali og blöndunartækni, en einnig spila fagnaðarlæti og fylgni gesta við keppendur stórt hlutverk. Því er mikilvægt að þú gestur góður mætir tímanlega til að styðja við bakið á þeim keppanda sem þú telur eiga titil, sigur og heiðurinn skilið.

Ekkert verður til sparað og öllu til tjaldað í kvöld og því verða tvö DJ búr, eitt fyrir hvern keppanda, öryggis þeirra og annarra vegna.

Herlegheitin byrja kl: 21:00 og kostar litlar 1.000 kr. inn.

 

Í blakkáti @ Café Blakkát, 22nd of November 2014 by Hunk Of A Man on Mixcloud

Comments are closed.